Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Page 157
Skarphéðinn Ragnarsson. Sat SVS 1971—
73. F. 13. 8. 1945 á Akureyri og ólst upp
þar til 1951, en flutti þá til Blönduóss. For.:
Ragnar Jónsson frá Blönduósi, lagerstjóri
hjá Almenna bókafélaginu í Reykjavík, og
Ingibjörg Skarphéðinsdóttir frá Ytra-
Tungukoti, A.-Hún. Hún var um skeið
bókavörður Héraðsbókasafnsins á Blöndu-
ósi. Stúdentspróf frá máladeild Mennta-
skólans á Akureyri 1968, forpróf í almenn-
um málvísindum í Háskóla Isl. Stundaði
áður ýmis störf, m. a. hjá Kf. Húnvetn-
inga, hefur síðustu ár verið gjaldkeri hjá
Kf. Húnvetninga á Blönduósi. Verið félagi
í J. C. Húnabyggð frá stofnun þess, 1975.
Viðar Guðmundur Elísson. Sat SVS 1971—
73. F. 20. 2. 1947 i Reykjavík. For.: Elís
G. Viborg og Guðríður Þorsteinsdóttir.
Lauk loftskeytanámi fyrir Samvinnuskóla.
Nám í endurskoðun 1973—77. Var loft-
skeytamaður á b.v. Júpiter 1966—70. Hefur
jafnframt námi starfað við endurskoðun
síðan 1973.
Þórdís Þorkelsdóttir. Sat SVS 1971—73.
F. 22. 10. 1952 á Siglufirði. For.: Þorkell
Benónýsson verkamaður og Margrét
Viktorsdóttir, bæði frá Siglufirði. Maki
14. 3. 1975: Karl Óli Lárusson, f. 2. 7.
1952 á Akureyri, skrifstofumaður hjá
Þórshamri h.f. á Akureyri. Gagnfræðapróf
frá Gagnfræðaskóla Siglufjarðar. Hefur
síðan 1973 unnið við skrifstofustörf hjá
Kf. Eyfirðinga, Akureyri. Maki, Karl Óli
Lárusson, sat skólann 1971—73.
153