Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Page 160
kr., sem skólafélagið ætti í fórum Björns Stefánssonar,
skyldu líka sendast.
Randver Sæmundsson kom fram með tillögu þess efnis,
að stuðla að því að sameiginlegur fundur yrði haldinn með
Samvinnuskólanum og Kennaraskólanum.
Þar tóku til máls Þórarinn Þórarinsson, Jóhannes Helga-
son, Björn Stefánsson og Friðjón Stefánsson. Till. samþykkt
og þessir kosnir til að undirbúa fundinn og sjá um hann:
Þórarinn Þórarinsson 19 atkv., Björn Stefánsson 16 atkv.,
Jóhannes Helgason 15 atkv., Randver Sæmundsson 13 atkv.
og Friðjón Stefánsson 10 atkv.
5. Tískan: Framsögumaður Einar Vernharðsson. Hann
talaði um erfiðleikana við að tolla í tískunni o. fl. Þessir
töluðu: Vilhelm Norðfjörð, Björn Stefánsson og Einar
Bjarnason.
1 lok fundarins kom fram svohljóðandi tillaga: „Fundur-
inn skorar á þá, sem kosnir eru í verkefnanefnd, að for-
maður félagsins fái að vita hjá þeim með 3ja daga fyrir-
vara, hvaða málefni þeir ætla að ræða, svo hann geti sett
það í fundarboðið“. Þórarinn Þórarinsson og Björn Stefáns-
son. Till. samþykkt. 1 verkefnanefnd voru skipaðir þessir:
Friðjón Stefánsson, Guðmundur Ólafsson, Friðrik Friðriks-
son og Þorleifur Guðmundsson.
Fundi slitið.
Ágúst Matthíasson fundarritari.
7.fundur
Laugardaginn 10. des. var haldinn fundur í Skólafélagi
Samvinnuskólans. Formaður setti fundinn og skipaði fund-
arstjóra Randver Sæmundsson og fundarritara Trausta
Árnason.
1. Fundargerð síðasta fundar lesin upp og samþykkt.
2. Form. talaði um breytingu á fundartíma og kom með
tillögu í því efni, en samþykkt var að fresta atkvæða-
greiðslu um hana þar til síðar á fundinum.
156