Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Síða 168
sjóðssöfnunar, t. d. leigja skemmtistað og halda þar ball
og auka aðgangseyri að dansæfingunum. Deildi Sturla
einnig á ráðamenn síðustu dansæfingar og fannst mikið
hafa skort á stjórnsemi hjá þeim.
Eftir þetta tóku ýmsir til máis, eins og t. d. Leifur, Sturla,
Inga Guðmundsdóttir og Ölöf Einarsdóttir. Var hitinn orð-
inn geysimikill í umræðunum og lá við sjálft að fundar-
menn sumir hverjir vildu jafna deilumálin með handalög-
máli, eða einhverju álíka kröftugu, og verður það að telj-
ast frekar léleg ræðumennska. En sem betur fór voru
þarna kvenskörungar miklir, eins og Ölöf og Inga, og báru
þær klæði á vopn kappanna.
Þátttaka í umræðunum var mikil og virtust færri fá
orðið en vildu. Voru menn ýmist með utanför eða móti
og komu fram ýmsar skoðanir um það efni. Var fundi
slitið, því framorðið var orðið.
örlygur Hálfdánarson formaður.
Valur Arnþórsson ritari.
5. ársfundur
Málfundur var haldinn í Skólafélagi Samvinnuskólans
5. des.
örlygur Hálfdánarson, formaður, setti fundinn. Skipaði
hann Einar Einarsson fundarstjóra en Ölaf Þórarinsson
fundarritara.
Á fundinum voru mættir 23 menn í byrjun, en er liða
tók á fundinn tók þetta glæsilega lið að tvístrast mjög.
Valur Arnþórsson las upp fundargerð tveggja næst síð-
ustu funda, en Leifur Unnar las upp fundargerð síðasta
fundar. Gunnar Jónsson leiðrétti missögn í fundargerð
Leifs, en síðan voru fundargerðirnar samþykktar.
Siðan hófust umræður og hélt Örlygur Hálfdánarson
framsöguræðu, sem snerist um æskulýðshallarmálið. Snerist
hann öndverður gegn ,,höllinni“, en lagði til, að komið yrði
upp hverfishúsum, þ. e. a. s. hvert hverfi fengi smá félags-
164