Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Page 170
báru fram tillögu þess efnis, að samið yrði við endur um
að þær dveljist á tjörn þeirri, sem myndast hefur við gröft
fyrir grunni æskulýðshallarinnar. Tillagan var ekki rædd
og því síður borin undir atkvæði.
Eftirfarandi tillaga var borin fram: „Fundur haldinn í
Skólafélagi Samvinnuskólans 5. des. 1952 skorar á bæjar-
stjórn að láta fara fram skoðanakönnun meðal bæjarbúa
um það, hvort þeir telji ekki ótímabært að hafin sé bygg-
ing æskulýðshallar í Reykjavík“. Flutningsmenn voru: ör-
lygur Hálfdánarson, Gunnar Álfar Jónsson, Hermann
Hjartarson, Leifur Unnar, Sæmundur Jónsson, Þorsteinn
Bjarnason og Sturla Eiríksson.
örlygur fylgdi tiilögunni úr hlaði með nokkrum orðum,
en samþykkt var að ræða tillöguna nánar á næsta fundi.
Var síðan fundi slitið, og var klukkan þá 5 e. h.
örlygur Hálfdánarson formaður.
Válur Arnþórsson ritari.
VETURINN 1962-63
12. fundur
Fundur var haldinn í Skólafélagi Samvinnuskólans 15.
mars 1963. Formaður félagsins, Jónas Gestsson, setti fund-
inn og skipaði fundarstjóra Einar Njálsson og fundarritara
þær Kristínu Magnúsdóttur og Vigdísi Pálsdóttir.
Ritari las upp fundargerð síðasta fundar, og var hún
samþykkt.
Næst var tekið fyrir aðalmál fundarins, Samvinnuhreyf-
ingin í dag.
Fyrri framsögumaður var Guðmundur Guðmundsson.
Kvað hann ætlunina að ræða um málefni samvinnuhreyf-
ingarinnar á víðum og breiðum grundvelli, og hvatti hann
menn eindregið til þess að halda pólitík fyrir utan þessar
umræður. Ræðumaður sagði samvinnuhreyfinguna vera
166