Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Page 173
hvort nokkur gæti verið sannur samvinnumaður, sem
styddi flokk einstaklingsframtaksins.
Óli H. Þórðarson ræddi um mjólkurflutninga K. B. og
verslun þess með umbúðir, sem hann taldi óheilbrigða.
Jón Kristjánsson lýsti því yfir, að hann teldi aðeins
framsóknarmenn góða samvinnumenn, enda væri sá stjórn-
málaflokkur frá hreyfingunni runninn.
Reynir Ingibjartsson var næsti ræðumaður og lýsti sig
sammála yfirlýsingu Jóns og gerði nánari grein fyrir upp-
runa Framsóknarflokksins. Ræddi síðan um útbreiðslumál
samvinnuhreyfingarinnar og lauk máli sínu með hvatningu
til manna um jákvæðari ræðumennsku.
Páll Pálsson tók til máls og benti á það í sambandi við
K. B., að hver hreppur hefði rétt til að segja upp flutning-
unum og það væri rökleysa að segja kaupfélagið hafa ein-
okun á því sviði.
Guðmundur Guðmundsson sagði talsmáta manna undar-
legan, öllu væri skipt eftir pólitík. Hann sagði að sá
maður, sem ekki sæi galla á samvinnuhreyfingunni, væri
lítill hugsjónamaður.
Ernir Snorrason taldi Jónas dæmi um gamaldags hægri
mann. Hann sagði Jón klökkan í ummælum sínum um
fortíðarsögu SlS og Reyni vaða á eftir honum í endaleys-
unni.
Haukur Haraldsson kvað enga stefnu svo fullkomna að
ekki væri hægt að finna á henni galla, en taldi samvinnu-
hreyfinguna vinna eftir hugtökunum um frelsi, jafnrétti og
bræðralag.
Jónas Gestsson lýsti stuðningi við yfirlýsingu Jóns og
Reynis um sanna samvinnumenn og spurði Guðmund á
hverju stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins byggðist.
Hrafn Magnússon talaði um „hina heilögu þrenningu“,
Jónas, Jón og Reyni og kvað þá tala barnamál líkt og — ég
á líka tyggjó en ekki þú — ég er líka framsóknarmaður en
ekki þú. Minntist á styrkleika samvinnuhreyfingarinnar og
sósíalisma í vöggu þeirra í Englandi.
Síðasti ræðumaður kvöldsins var Gunnar Jónasson. Hóf
169