Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Blaðsíða 176
„Við undirritaðir leggjum til, að slysasjóði sé heimilt að
innheimta kr. 100.00 hjá hverjum nemanda skólans11. Til-
lagan var undirrituð af þremur forráðamönnum sjóðsins
og hlaut hún samþykki fundarmanna.
Því næst sátu formenn klúbbanna fyrir svörum.
Tómas Jónsson talaði um, að skemmtanir hér væru fáar
og mæting léleg. Beindi hann máli sínu til Guðbjarts um
að skipa í kvöldvökuhópa. Á dansleikjum ættu menn að
bjóða sig fram til að skemmta með hljómsveitinni, t. d.
með söng og eftirhermum.
Guðbjartur össurarson kom upp og gerði grein fyrir
kvöldvökuhópunum, sem þegar væri búið að skipa í eft.ir
landsfjórðungum. Fyrsti hópurinn, Sunnlendingar, myndu
sjá um næstu kvöldvöku. Enn fremur lýsti hann stuðningi
sínum við hugmynd Tómasar varðandi dansleikina.
Hallgrímur Bogason vildi fá að vita af hverju plötuskáp-
urinn væri ekki í setustofunni. Beindi hann máli sínu til
formanns tónlistarklúbbs.
Karl Óli Jónasson sagði að skápurinn væri í viðgerð, en
kæmi bráðlega. Taldi hann ekki mögulegt að skilja plötur
eftir í setustofunni vegna slæmrar umgengni.
Björn Gunnarsson spurði útvarpsstjóra hvað væri því til
fyrirstöðu að útvarpa á hverri helgi.
Jón Stefán Friðriksson svaraði því til, að þeir tveir, sem
sæju um útvarpið, hefðu ekki nægjanlegt efni í vikulegar
útsendingar. Væru því tillögur og hugmyndir vel þegnar.
Tómas Jónsson kom með tillögu um að útvarpa lýsingum
á kappleikjum, sem hér væru háðir, einnig leikþáttum og
söng.
Jóhann Jónsson spurði formann íþróttaklúbbs, hvort ekki
væri möguleiki á að nýta hið nýja tennisborð betur, og
hvað væri á döfinni hjá iþróttaklúbbi.
Hafsteinn Jóhannsson sagði, að sökum stærðar borðsins
væri mjög erfitt að koma því fyrir. Hefði hann fengið neit-
un um að setja það í hátíðasalinn. Ráðgerð væri sundferð
að Varmalandi 14. janúar, 16. janúar körfuknattleikur við
Borgnesinga og 21. janúar keppnisferð í Reykjaskóla.
172