Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Síða 177
Guðjón Sigurðsson talaði um nauðsyn þess að hafa lykil
að Himnaríki, sem nota mætti í neyðarúrræðum.
Jörundur H. Ragnarsson sagði, að einnig hefði verið
beðið um lykil að Himnaríki á siðasta skólaári, en hann
væri ókominn ennþá.
Ragnheiður Gunnarsdóttir bað um að kvennasturturnar
yrðu hreinsaðar, svo að stúlkurnar þyrftu ekki að vera í
stígvélum i sturtu, sökum vatns.
Hafsteinn Jóhannsson, formaður íþróttaklúbbs, spurði
hvort áhugi væri fyrir að fá hingað Jón Ásgeirsson með
þrekhjól meðferðis. Kostnaður væri áætlaður 150.00 kr. á
mann.
Tómas Jónsson taldi að þrekhjólið væri ætlað fyrir reglu-
legar prufur. Ágætt væri að hafa hjól hér á staðnum og
reikna út þrekið eftir töflu. Þá gætu menn fylgst með
árangri erfiðisins. Einnig minntist hann á að fyrsta bekkj-
ar stúlkur væru óánægðar með íþróttalífið í skólanum.
Stakk hann upp á að þær æfðu handbolta, þar sem áhugi
væri fyrir hendi.
Vegna þess hve fyrirspurnir voru fáar, bað formaður þá
klúbbformenn, sem ekki höfðu komið upp, að gera grein
fyrir störfum klúbbanna.
Fyrstur kom Óskar Steingrímsson, formaður ljósmynda-
klúbbs. Sagði hann klúbbinn starfa með sama hætti og
áður. Minnti hann fólk á ljósmyndakeppni, sem haldin yrði
á afmælishátíðinni.
Þröstur Karlsson gerði grein fyrir störfum skákklúbbs.
Aðalmót yrði haldið í febrúar. Einnig væri ráðgert að
keppa við gamla nemendur, Nemendasamband SVS og
Hvanneyringa.
Jón Magnússon, formaður listaklúbbs, kvað klúbbinn m. a.
sjá um skreytingar fyrir 1. des. og afmælishátíð. Einnig
minntist hann lítillega á ,,smelti“, sem væri nýjung í fönd-
urgerð hjá listaklúbbi.
Hallgrímur Bogason kom upp og spurði formann Ijós-
myndaklúbbs, hve oft hann hefði þvegið gólfið í ,,Focus“
í vetur.
173