Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1978, Page 178
Ólafur Steingrímsson svaraði Hallgrími og sagðist aldrei
hafa þvegið gólfið í „Focus“ síðan hann tók við, því það
ættu starfsstúlkur að gera.
Viðar Elísson, formaður blaðamannaklúbbs og bridge-
klúbbs, sagði, að lítill áhugi væri fyrir bridge hér á staðn-
um. Hvatti hann fólk til að koma á æfingar og læra bridge.
Jörundur H. Ragnarsson, formaður leiklistarklúbbs,
sagði, að áformað væri að setja upp nýtt leikrit fyrir af-
mælishátíð. Fyrirhugaðar væru fleiri skáldakynningar og
enn fremur hæfist bráðlega kennsla í framsögn á vegum
klúbbsins.
Skarphéðinn Ragnarsson, formaður kvikmyndaklúbbs,
skýrði frá breytingum á fyrirkomulagi pantana á kvik-
myndum. Erfiðleikum væri bundið að útvega góðar kvik-
myndir til sýningar. Kvikmyndataka úr skólalífinu gengi
vel í vetur, sagði hann.
Hallgrímur Bogason hvatti Óskar aftur til að endur-
skoða tiltektina í „Focus“.
Þröstur Karlsson sté næstur í pontu og spurði hvort búið
væri að ákveða fjárframlag í félagsmálasjóð í vetur og
hvort von væri á fyrirlesurum. Beindi hann máli sínu til
gjaldkera og formanns Skólafélagsins.
Páll Snorrason gjaldkeri svaraði Þresti og sagði, að
Snorri hefði tiltekið kr. 100.000.00 í félagsmálasjóð.
Formaður sagði, að ætlunin væri að fá hingað lækni til
að fjalla um kynferðismál. Einnig yrði reynt að útvega
tvö skáld sem fyrirlesara. Að lokum bauð hann nýkjörinn
kaupfélagsstjóra velkominn til starfa og þakkaði fráfar-
andi kaupfélagsstjóra og aðstoðarmanni hans vel unnin
störf. Þakkaði fundargestum síðan fyrir komuna og sagði
fundi slitið.
Jóhann Jónsson formaður.
RagnheiÖur Víglundsdóttir ritari.
174