Studia Islandica - 01.06.1981, Page 29

Studia Islandica - 01.06.1981, Page 29
27 ok verða menn þó við svá búit at hafa.“ Hugarhvörfin koma þó brátt á eftir. Ást Hrafnkels á Freyfaxa veldur því, að hann strengir þess heit, að verða þeim manni að bana, sem þeim hesti riði án hans vilja. Hér er það eftirtektarvert, að þegar ójafnaðarmaðurinn tekst þessa skuldbindingu á hendur, hefur hann vitaskuld enga hugmynd um, hverjum hann kunni að verða að bana með því að halda heitstrenging- una. Þessu til samanburðar má minna á frásögn Fyrstu Samúelsbókar (14. kafla) af Saul: „Þá mælti Saul með svar- daga við allan lýð, at hverr sá maðr skyldi vera bQlvaðr ok til dauða dœmðr, er dirfðisk at bergja nokkurum hlut á þeima degi, fyrr en hann hafði sigrazk á sínxnn óvinum sem hann vildi.“ (Stjórn, 453). En nú hagar svo til, að Jonathas, sonur kommgs, heyxði ekki hvað faðir hans hafði mælt og vissi ekki um svardaga hans fyrr en um seinan. Þegar Saul veit, að Jonathas hafði bergt á hunangi, segir hann við son sinn: „Þat veit guð, at nú í stað skalt þú deyja.“ (Stjórn, 455). En þó tókst mönnum hans að bjarga unga manninum. Slíkir ritningarstaðir voru fræðimönnum fyrri alda mik- ið umhugsunarefni. Var rétt gert af Saul að sverja þetta? Hvort átti hann heldur að „fella á sig heitstrengingu“ með því að þyrma lífi sonar síns ella þá gera sig sekan um þann glæp að verða valdur að vígi hans? Vandamál Hrafnkels á miklu meira skylt við frásögnina af Saul en við lýsing- ar í íslenzkmn fomsögum á mönnum, sem eiga um tvo kosti að velja og þó báða illa. Hvomgur þeirra gat vitað fyrirfram, hvem slóða heitstrengingin myndi draga, þar sem hún gat bitnað á engum eða hverjum sem var. önnur frásögn í ritningunni lýsir loforði, sem maður gefur af miklu forsjáleysi, svo að það er ekki fyrr en hann er krafinn um uppfyllingu þess, að hann gerir sér grein fyrir afleiðingum og á þá inn tvennt að velja: ann- aðhvort að brjóta loforð sitt ella þá að valda dauða al- saklauss manns. Þegar Herodes hefur hrifizt af dansi stjúpdóttur sinnar og svarið „að gefa henni fyrir þessa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.