Studia Islandica - 01.06.1981, Síða 29
27
ok verða menn þó við svá búit at hafa.“ Hugarhvörfin
koma þó brátt á eftir.
Ást Hrafnkels á Freyfaxa veldur því, að hann strengir
þess heit, að verða þeim manni að bana, sem þeim hesti
riði án hans vilja. Hér er það eftirtektarvert, að þegar
ójafnaðarmaðurinn tekst þessa skuldbindingu á hendur,
hefur hann vitaskuld enga hugmynd um, hverjum hann
kunni að verða að bana með því að halda heitstrenging-
una. Þessu til samanburðar má minna á frásögn Fyrstu
Samúelsbókar (14. kafla) af Saul: „Þá mælti Saul með svar-
daga við allan lýð, at hverr sá maðr skyldi vera bQlvaðr
ok til dauða dœmðr, er dirfðisk at bergja nokkurum hlut
á þeima degi, fyrr en hann hafði sigrazk á sínxnn óvinum
sem hann vildi.“ (Stjórn, 453). En nú hagar svo til, að
Jonathas, sonur kommgs, heyxði ekki hvað faðir hans hafði
mælt og vissi ekki um svardaga hans fyrr en um seinan.
Þegar Saul veit, að Jonathas hafði bergt á hunangi, segir
hann við son sinn: „Þat veit guð, at nú í stað skalt þú deyja.“
(Stjórn, 455). En þó tókst mönnum hans að bjarga unga
manninum.
Slíkir ritningarstaðir voru fræðimönnum fyrri alda mik-
ið umhugsunarefni. Var rétt gert af Saul að sverja þetta?
Hvort átti hann heldur að „fella á sig heitstrengingu“ með
því að þyrma lífi sonar síns ella þá gera sig sekan um þann
glæp að verða valdur að vígi hans? Vandamál Hrafnkels
á miklu meira skylt við frásögnina af Saul en við lýsing-
ar í íslenzkmn fomsögum á mönnum, sem eiga um tvo
kosti að velja og þó báða illa. Hvomgur þeirra gat vitað
fyrirfram, hvem slóða heitstrengingin myndi draga, þar
sem hún gat bitnað á engum eða hverjum sem var.
önnur frásögn í ritningunni lýsir loforði, sem maður
gefur af miklu forsjáleysi, svo að það er ekki fyrr en
hann er krafinn um uppfyllingu þess, að hann gerir sér
grein fyrir afleiðingum og á þá inn tvennt að velja: ann-
aðhvort að brjóta loforð sitt ella þá að valda dauða al-
saklauss manns. Þegar Herodes hefur hrifizt af dansi
stjúpdóttur sinnar og svarið „að gefa henni fyrir þessa