Studia Islandica - 01.06.1981, Side 58

Studia Islandica - 01.06.1981, Side 58
56 Nú er ekkert því til fyrirstöðu, að tiltekin saga geti gegnt öllum þrem hlutverkum í senn, þótt hins vegar sé aug- ljóst að í skemmtilegri frásögn er fróðleikurinn notaður í listrænum tilgangi, og því verður henni ekki treyst sem öruggri sögulegri heimild. Um nytsemd sagna, sem eink- um veit að fræðslugildi þeirra fyrir mannleg vandamál yfirleitt og á í rauninni skylt við sjálfsþekkingu, horfir málið svo við, að hún þykir yfirleitt spilla ef höfundur vekur athygli lesenda á henni berum orðum, í stað þess að láta þá sjálfa draga sínar ályktanir. Það má heita undan- tekning í íslendingasögum að bent sé á dæmisagnagildi þeirra jafnskýrt og gert er í Grettis sögu (92. kap.), þeg- ar Spes segir við Þorstein áður en þau setjast í helgan stein, að heimskir menn kunni að draga sér til eptir- dœma fyrri ævi þeirra en þau skuli ljúka henni svo, að góðum mönnum sé þar eptirglíkjanda. Hér er að sjálf- sögðu um algenga hugmynd að ræða, sem Islendingar þágu úr útlendum bókum. Má í þessu sambandi minna á kafla úr íslenzkri þýðingu á tólftu aldar riti (Hauksbók, 314-15): „En þó at margir menn, sumir góðir en sumir illir, eru í einu samneyti ok undir samri guðs miðlan, þá skal þik þat eigi hryggja, þvi at góðir menn eru þér til hugganar, illir til frama, hvárir tveggju til bata. Tekr þú af inum góða dœmi til góðra verka. Þú leitar ok við at gera inn vánda at góðum manni ok tekr af inum illa viðr- sjá illra verka.“ Nú var það einmitt talinn ávinningur við sögur að af þeim gátu menn kynnzt ýmiss konar fólki, sem þeir áttu ekki kost á að kynnast í lifinu sjálfu og voru þó til eftirdæmis eða viðursjár. Samkvæmt siðaskoðun miðalda var enginn maður al- góður, að Kristi einum undantekmun, og enginn var held- ur alvondur: fólk var sem sé talið blanda af góðu og illu. Mönnum var því ekki ætlað að taka neinn dauðlegan ein- stakling til algerrar fyrirmyndar, heldur að velja hið hezta úr fari hvers og eins. Það er eitt af húmönskum ein- kennum Islendingasagna, að margar persónur þeirra láta bæði gott og illt af sér leiða, svo að þær eru bæði til eftir-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.