Studia Islandica - 01.06.1981, Page 82
80
þá í öðrum texta um Job, þar sem setningin gegndi svip-
uðu hlutverki.
Enginn vafi getur leikið á um latnesku fyrirmyndina að
þessari setningu. Hún hljóðar á þessa lund í tólftu aldar
verkinu Pamphilus de amore: „Nam solet amoto plus
ledere prooximus ignis.“ (Gustave Cohen, La comédie latine
en France au XIIe siécle (Paris 1931), II 196. Sbr. Walther,
15865).
I norsku þýðingunni á Pamphilus, sem var að öllum
líkindum gerð um miðja þrettándu öld, er latneska text-
anum trúlega fylgt: „Því at eldr þyngir meir þeim, er á
liggr, en hinum er fjarri er.“ (Ludvig Holm-Olsen, Den
Gammelnorske Oversettelsen av Pamphilus (Oslo 1947),
bls. 97.)
Hómilíubókin og Grettis saga mega heita samhljóða um
þessa setningu, en norska þýðingin er algerlega óháð þeim,
og er þetta ekki eina dæmi þess að latneskur orðskviður sé
til í fleiri en einni gerð á norrænu. 1 sögunni er hann
lagður í munn Gísla, sem flýr undan Gretti og gerir ekk-
ert til að bjarga félögum sínum. En þess er þó ekki langt
að bíða, að Grettir lætur hann kenna kvala og sárleika á
líkama sínum, enda hugsaði Gísli það þá, „at fyrr vildi
hann ekki læra af Gretti en hafa slíka flenging aðra; vann
hann ok aldri optar til slíkrar húðstroku.“ (193)
Að spakmælinu verður vikið í kaflanum „Lengi skal
manninn reyna“ síðar í þessu kveri.
Trú þú engum svá vel,
at þú trúir eigi bezt sjálfum þér. (218)
Sá staður í íslenzkum fomritum sem minnir einna mest
á vamaðarorð þessi em í Fljótsdælu (íslenzk fornrit XI
290): „Satt er þat, sem mælt er, at öngum skyldi maðr
treystast, því at sá kann mann mest at blekkja, er hann
hefir mestan trúnað á.“
Um latneska fyrirmynd skal ekki fullyrt að sinni, þótt
hugmyndin kunni að stafa frá útlendum lærdómi. Hér má
benda á setningu hjá Walther (12015):