Studia Islandica - 01.06.1981, Page 90
88
til að taka við þessum mönnum, þar sem hann nennir ekki
að vinna sjálfur. Sagan hefur önnur dæmi um minni hátt-
ar persónur, sem láta betur yfir sér en þeir verða í reynd,
svo sem húskarlinn Ála og grobbarann Gísla, en miklu
stórvægara atriði er hvernig hetjan sjálf stenzt þær eld-
raunir sem fyrir eru lagðar.
1 ViSrœSu æSru ok hugrekkis er fjallað um ýmsar
raunir sem menn verða að þola, svo sem sjúkleika, útlegð,
fátækt og dauða. Á einum stað kemst hugrekki svo að
orði: „Eigi má í því einu reyna manninn, hversu harðr
hann er í annmarka eða hraustr í hardaga. Eigi reynir
síður manninn sótt en orrusta: þrek manns reynir bæði
vápn ok rekkja.“ 1 þessari málsgrein kemur fram hug-
mynd, sem á einkar vel við Grettlu: hetjuskapur hefur
tvær hliðar, afreksverk og þjáningu; kappi getur verið
bæði gerandi og þolandi. Fáar hetjur í fslendingasögum
eru öllu harðari í annmarka eða hraustari í bardaga en
Grettir, og ekki eru þeir margir kappamir sem em látnir
þola slíkar mannraunir og hann. En áður en reynsla
Grettis verði rakin, er rétt að hyggja að annarri og fræg-
ari persónu, sem mestu mannraun og freistnun stóðst vel.
Kaflar úr Jobshók með nokkmm íaukum em varðveittir
í einni af hómilíunum fomu, sem skráðar vom á tólftu
öld.8 Þar segir frá því er Satan fær leyfi frá Drottni að
freista Jobs, sem var „maðr einarðr ok réttlátr ok hræddr
við guð ok syndvarr“, og var sú eldraun fyrst, að hann
missir allan hústofn sinn og síðan öll börnin. „Þá reis
Job upp ok kastaði osku í hQfuð sér ok fell til jarðar ok
þakkaði guði freistnun ok mælti: „NQkkviðr kom ek í
heim frá móðurkviði ok átti engi fé, enda skal ek enn
nQkkviðr fara á braut ór þessum heimi ok í jQrðina. Dom-
inus hafði gefit mér fén, enda tók hann á braut. Þá er
vel ávallt, ef svá er gQrt sem guði líkar. Sé guð lofaðr.“
Nú varð hann eigi verr við freistnina en svá.“
Næst þegar Drottinn og Satan hittast, segir Drottinn:
8 Homiliu-Bók, útg. T. Wisén (Lund 1872), 92-8.