Studia Islandica - 01.06.1981, Page 91

Studia Islandica - 01.06.1981, Page 91
89 „Nú muntu fundit hafa Job síðan, vin minn, ok muntu nú vita gleggra en áðr, hverr dýrðarmaðr hann er. Sástu nokkvern betr verða við freistnina svá ákafliga mikla en hann eða þolinmóðligar bera, svá sem ek vissa áðr, at vera myndi?“ En Satan svaraði: „Eigi þykki mér mjQk til reynt hvé þolinmóðliga hann myni bera, meðan hann er heill sjálfr. Sá þykkir eldrinn heitastr, er á sjálfum Uggr.9 Er flestum ósárara þó nokkvi enn bæði frænda dauði eða svá fjárskaði heldr en hitt, ef sjálfr hefir all- mikla kvQl á sér. Þykki mér svá fremi vita ok reyna með fullu, hvé þolinmóðr Job verði við, ef þú lætr hann kenna kvala nakkvat ok sárleika á sínum líkama.“ Drottinn lætur tilleiðast og leyfir Satan að reyna til, hversu Job verði við vanheilsu ok sárleika. Síðan fer Satan „ok laust hann með líkþrá inni leiðiligstu, svá at ein skán var allt ór hvirfli ofan ok niðr á tær, ok rann vágr of hann allan á jQrð niðr. Gerði svá álengr, er holdit tók at fúna ok fell af beinum með vágrásinni, sem hann sæti í fúlum stað. Þá þóttusk menninir eigi nýta at vera hjá honum, ok varð hann einn saman.“ Höfundur Grettlu tókst hvorki á hendur að skrifa nýja Jobsbók né heldur að lýsa hetju sem stenzt freistingar og þjáningar svo vel að Drottni verði til dýrðar, en allt um það er ástæða til að gera ráð fyrir því, að þetta foma lista- verk hafi haft áhrif á söguna. Það getur að vísu verið ein- ber tilviljun, að íslenzka þýðingin á Jobsbók og Grettla era einu ritin á móðurmáli voru frá fyrri öldum sem hafa skáletraða spakmælið í ræðu Satans, en það er komið frá þýðanda, sem hefur þegið það úr einhverju latnesku riti. Hitt skiptir höfuðmáli, að sú alúð sem söguhöfundur legg- ur við að lýsa þjáningum Grettis bendir eindregið á bók- lega fyrirmynd, en Job var einmitt sú persóna sem talin var dæmigerð um þjáningu og þolinmæði. Báðar þessar frásagnir lýsa mönnum sem reyndir eru til hlítar og þola fátækt, frænda dauða, einangrun og líkamskvalir. Allt frá 9 Sbr. kaflann „Nokkrir orðskviðir og setningar" hér að framan.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.