Studia Islandica - 01.06.1981, Síða 94
92
Að ævilokum Grettis rætast á honum tveir kvíðustaðir
í ViðrœSu œðru ok hugrekkis. öðrum er lýst á þessa lund:
„Svá kann til at bera, at margir vinni á þér, ok verðir þú
fyrir margra manna sárum.“ 1 Grettlu segir: „veittu þeir
honum þá mQrg sár, svá at lítt eða ekki blœddi.“ (261)
Hitt atriðið i Viðrœðu œðru ok hugrekkis er orðað þann-
ig: „Nú lát svá til bera, at hQfuð sé af þér hQggvit.“ Slíkt
gerir Öngull við Gretti, en áður hafði hann höggvið af
honum höndina aðra. Lýsingin á taki Grettis um meðal-
kaflann er þess eðlis, að hún gæti verið sótt í ritaða fyr-
irmynd, og kemur þá helzt til greina frásögnin af Ele-
azar í II. Samúelsbók, 9-10, og er því fróðlegt að bera þær
saman:
En Grettir hafði fast kneppt fingr
at meðalkaflanum, ok varð ekki
laust. Fóru þeir þá til margir ok
gátu ekki at gQrt; átta tóku þeir
til, áðr en lauk, ok fengu ekki
at gprt at heldr.
(261)
Eleazar . . . drap Philisteos allt
þar til er hQnd hans þreyttisk ok
þrútnaði af erfiði ok kreppti at
meðalkaflanum, svá at hann mátti
lengi eigi rétta.
(Stjórn, 509)
Undarlegt má það þykja, að í ályktunarorðum Sturlu
Þórðarsonar skuli ekki vera getið um afrek Grettis, þótt
lauslega sé að þvi vikið, hve vel honum tókst að koma af
afturgöngum og reimleikum. Yitaskuld er það í viður-
eignum við hættulega andstæðinga, ekki einungis drauga
og forynjur, heldur einnig herserki, híðbjörn og ofurefli
liðs, að hugrekki Grettis og hreysti þola hinar mestu
raunir, og með hverri raun vex frægð hans, sem er end-
urtekið stef í sögunni: „varð hann nú ok frægr af verki
þessu um allan Nóreg ok þar mest, sem þeir hgfðu mest-
ar óspekðir gQrt, berserkirnir.“ (72-3) „Satt segir þú þat,
Þorfinnr; þat var in mesta landhreinsun, ok vel sómir
oss at taka fébœtr fyrir þín orð; er ok Grettir frægr maðr
fyrir sakar afls og hreysti.“ (81) „Hann var þá svá frægr
maðr fyrir sakar afls hans, at engi þótti þá slíkr af ung-
um mQnnum.“ (94) „var þat þá almælt, at engi væri