Studia Islandica - 01.06.1981, Side 95
93
þvílíkr maðr á qIIu landinu fyrir afls sakar ok hreysti ok
allrar atgorvi sem Grettir Ásmundarson.“ (122) „þá var
Grettir nafnkunnigr mjQk um allt land af atgorvi sinni.“
(174) En eftirminnilegustu launin sem hann hlýtur fyrir af-
rek sín er þó ekki frægðin sjálf, heldur lof Þorfinns, sem
verður ekki einungis vinur Grettis, sem hafði reynzt svo vel
húsfreyju hans og hjúum, heldur vill hann fá færi á að
reyna að sanna vináttu sína (72): „ok þat mun ek til þín
mæla,“ segir Þorfinnr, „sem fáir munu mæla til vinar
síns, at ek vilda, at þú þyrftir manna við, ok vissir þú þá,
hvárt ek genga þér fyrir nQkkurn mann eða eigi; en aldri
fæ ek laimat þér þinn velgorning, ef þik stendr engi nauðr.“
Orðið „gæfuraun“, sem Jökull notar um væntanlega
viðureign Grettis við Glám, gegnir lykilhlutverki í sög-
unni. Mönnum sem freista hamingjunnar hættir við að
lúta í lægra haldi fyrir einhverju sem þeir ráða ekki við,
og af þeim sökum geta þeir ekki staðizt prófið. Þótt Grettir
reynist afburðavel að flestu leyti, þá bregzt hann sjálf-
um sér þegar mest ríður á: við skírsluna í Þrándheimi.
En skýringin á hrösun hans er fólgin í skorti á þolinmæði
og öðrrnn „andlegum gjöfum". „ . . . engi maðr skapar sik
sjálfr,“ (137) „ok má engi renna undan því, sem honum
er skapat.“ (223)
IV.
SITT ER HVÁRT GÆFA EÐA G0RVIGLEIKR
Grettlu lýkur með svofelldum eftirmælum um hetjuna
og bróður hans: „Hefir Sturla lQgmaðr svá sagt, at engi
sekr maðr þykkir honum jafnmikill fyrir sér hafa verit
sem Grettir inn sterki. Finnr hann til þess þrjár greinir.
Þá fyrst, at honum þykkir hann vitrastr verit hafa, þvi
at hann hefir verit lengst í sekð einnhverr manna ok varð
aldri unninn, meðan hann var heill; þá aðra, at hann var