Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 97
95
verit í hefnd drepnir, ok urðu þeir allir ógildir.“ Á öðr-
um stað segir sagan um Hörð: „Ok þykkir eigi honum
samtíða á alla hluti rQskvari maðr verit hafa ok vitrari
en Horðr, þó at hann væri eigi auðnumaðr.“ Má það ekki
teljast ósennilegt, að hugmyndin um gæfusnauðan af-
burðamann eigi sér fomar rætur í innlendri menningu,
en á hinu getur þó enginn vafi leikið, að höfundur Gretilu
hefur verið snortinn af lærdómi utan úr löndum, enda
má það glögglega ráða af mannlýsingu Grettis.
Lærdómsmenn fyrri alda skiptu eiginleikum manna
í tvo hópa, sem á íslenzku kölluðust náttúrugjafir og and-
legar gjafir. Til náttúrugjafa töldust þær, sem sameigin-
legar eru góðum mönnum og vondum, „þat er afl, vit ok
fríðleikr, ok allt þat er hafa má góðr maðr, svá at eigi
minnkisk verðleikr hans við fyrir guði, ok vándr maðr
slíkt it sama, svá at eigi œxlisk hans verðleikr við fyrir
guði.“ En andlegar gjafir eru þær, „er engir megu hafa
nema góðir menn ok eigi em sameiginligar með vándum
mQnnum, þat er styrkfi við freistni fjándans, þolinmœfii
við mótgorðarmenn sína, réttlæti um alla hluti, hófstill-
ing vifi allt.“12 Nú hagar því svo til um ógæfumenn í Is-
lendingasögum, að þá skortir hinar „andlegu“ gjafir, þótt
þeir hafi náttúmgjafir i ríkum mæli, en óvíða í sögunum
er þessu atriði gerð jafnrækileg skil og í Grettlu.
Um náttúrugjafir Grettis er óþarft að fara mörgum orð-
um, enda getur Sturla sérstaklega í eftirmælinu um vit
hans („þykkir vitrastr verit hafa“) og afl („sterkastr á
landinu sinna jafnaldra“), en um fríðleika hans er skýrt
að orði komizt fyrr í sögunni: „Grettir Ásmundarson var
fríðr maðr sýnum.“ (36) Þó leggur höfundur aðaláherzlu
á afl Grettis, enda er slíkt eðlilegt, þar sem um afreka-
sögu er að ræða. Auk þess sem aflraunum hans er lýst,
er nokkrum sinnum vikið að líkamsþrótti hans almennum
orðum: „Hann gerðisk nú mikill vexti; eigi vissu menn
gQrla afl hans, því at hann var óglíminn." (42) — „Grett-
12 Mariu saga, útg. C. R. Unger (Christiania 1871), 54-5.