Studia Islandica - 01.06.1981, Page 102

Studia Islandica - 01.06.1981, Page 102
100 hann var orðinn maðr svá myrkfælinn, at hann þorði hvergi at fara einn saman, þegar myrkva tók; sýndisk honum þá hvers kyns skrípi.“ Þorgils á Reykhólum beitir hræðslu í því skyni að sérkenna þrjá veturtaksmenn sína og útlaga (163): „Alla ætla ek þá fullrQskva til hugar, en þeir eru tveir, at ek ætla hræðask kunna. Er þat þó ólíkt, því at Þormóðr er maðr guðhræddr ok trúmaðr mik- ill, en Grettir er svá myrkfælinn, at hann þorir hvergi at fara, þegar at myrkva tekr, ef hann gerði eptir skapi sínu. En Þorgeir, frænda minn, hygg ek eigi hræðask kunna.“ Þar sem Grettir hræðist hið illa og Þormóðm- hið góða, er naumast hægt að ná skarpari andstæðum. Síðar í sögunni eru enn lögð ill álög á Gretti, og eftir það á hann sér ekki bjargar von. Fóstra Önguls sendir honum svofellda kveðju: „Nú mæli ek þat um við þik, Grettir, at þú sér heillum horfinn, allri gipt ok gæfu ok allri vQrn ok vizku, æ því meir, sem þú lifir lengr. Vænti ek, at þú eigir hér fá gleðidaga heðan frá en hingat til.“ (247-8) Ástæðulítið er að taka álögin bókstaflega, enda eru þau eitt af mörgum atriðum sögunnar sem gegna tákn- rænu hlutverki. Orsakirnar að ógæfu Grettis er hægt að skýra á nokkuð annan hátt en hér hefur verið gert, og kemur þó í sama stað niður. Samkvæmt siðaskoðunmn miðalda var ofmetn- aður talinn höfuðlöstur, og er þetta mein rammur þáttur í fari Grettis. Ofmetnaður hans hefst með sigurför hans til Noregs, þar sem hann vinnur drauginn í Háramarsey, vegur tólf berserki þar, drepur bjamdýrið, vegur Bjöm og bræður hans og hlýtur mikið lof fyrir afrekin. 1 tólftu aldar þýðingu á kafla úr riti eftir Prosper Aquitanus (d. 455) segir svo: „Allir lestir verða þá gorvir er illa er gert, nema ofmetnaðr einn: við honum skal jafnt í góðum verk- um sjá enn ok sem illum.“14 Nú eru mörg afrek Grettis góð verk og þörf, svo sem berserkjadrápið, sú landhreins- un að útrýma draugum og forynjum og ýmis víg sem 14 Leifar fornra kristinna frœSa íslenzkra, útg. Þorvaldur Bjarnason (Kaupmannahöfn 1878), bls. 12.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.