Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 102
100
hann var orðinn maðr svá myrkfælinn, at hann þorði
hvergi at fara einn saman, þegar myrkva tók; sýndisk
honum þá hvers kyns skrípi.“ Þorgils á Reykhólum beitir
hræðslu í því skyni að sérkenna þrjá veturtaksmenn sína
og útlaga (163): „Alla ætla ek þá fullrQskva til hugar,
en þeir eru tveir, at ek ætla hræðask kunna. Er þat þó
ólíkt, því at Þormóðr er maðr guðhræddr ok trúmaðr mik-
ill, en Grettir er svá myrkfælinn, at hann þorir hvergi at
fara, þegar at myrkva tekr, ef hann gerði eptir skapi sínu.
En Þorgeir, frænda minn, hygg ek eigi hræðask kunna.“
Þar sem Grettir hræðist hið illa og Þormóðm- hið góða,
er naumast hægt að ná skarpari andstæðum.
Síðar í sögunni eru enn lögð ill álög á Gretti, og eftir
það á hann sér ekki bjargar von. Fóstra Önguls sendir
honum svofellda kveðju: „Nú mæli ek þat um við þik,
Grettir, at þú sér heillum horfinn, allri gipt ok gæfu ok
allri vQrn ok vizku, æ því meir, sem þú lifir lengr. Vænti
ek, at þú eigir hér fá gleðidaga heðan frá en hingat til.“
(247-8) Ástæðulítið er að taka álögin bókstaflega, enda
eru þau eitt af mörgum atriðum sögunnar sem gegna tákn-
rænu hlutverki.
Orsakirnar að ógæfu Grettis er hægt að skýra á nokkuð
annan hátt en hér hefur verið gert, og kemur þó í sama
stað niður. Samkvæmt siðaskoðunmn miðalda var ofmetn-
aður talinn höfuðlöstur, og er þetta mein rammur þáttur
í fari Grettis. Ofmetnaður hans hefst með sigurför hans
til Noregs, þar sem hann vinnur drauginn í Háramarsey,
vegur tólf berserki þar, drepur bjamdýrið, vegur Bjöm
og bræður hans og hlýtur mikið lof fyrir afrekin. 1 tólftu
aldar þýðingu á kafla úr riti eftir Prosper Aquitanus (d.
455) segir svo: „Allir lestir verða þá gorvir er illa er gert,
nema ofmetnaðr einn: við honum skal jafnt í góðum verk-
um sjá enn ok sem illum.“14 Nú eru mörg afrek Grettis
góð verk og þörf, svo sem berserkjadrápið, sú landhreins-
un að útrýma draugum og forynjum og ýmis víg sem
14 Leifar fornra kristinna frœSa íslenzkra, útg. Þorvaldur Bjarnason
(Kaupmannahöfn 1878), bls. 12.