Studia Islandica - 01.06.1981, Page 111
109
freyja hefði lagt þræl í rekkju hjá sér og væri Helgi son-
ur þeirra. Þá segir Þórir húsbóndi Þorgríms: „Er þat lík-
ara, at þér vefist tunga um höfu8.“ Síðar fellur Þorgrímur
fyrir Helga Droplaugarsyni, sem hefnir óhróðurs og ill-
mælis. f stórum dráttum er frásögn Droplaugarsona sögu
af þessum atburðum svipuð og í Fljótsdælu, en þó er eldri
frásögnin miklu styttri og þar vantar skáletruðu setning-
una.
Hróa þáttur heimska greinir frá þrem bræðrum, sem
pretta og rægja Hróa. Þegar einn þeirra neitar að hlíta
tillögu um lausn á ákveðnu deiluefni, segir Þorgnýr lög-
maður: „Þat kemr til þess, at þú lýgr, ok ferr yðr brœðr-
um nú sem jafnan illa ok illmarmliga. Má nú ok vera,
at ySr vefisk iQng ok margfrjld lygi um háls ok hQfuð.“
Að ráði Hróa eru tveir bræðurnir síðan teknir af lífi og
hinn þriðji rekinn úr landi. (Flateyjarbók, 1945, II 157).
Hér má enn nefna tvö dæmi í öðrum ritum, þótt tals-
hátturinn sé nokkuð frábrugðinn í þeim. Annað er í Vikt-
ors sögu og Blávus (útg. Agnete Loth, 1962, bls. 33):
„Auðsét er þat, hvert líkamslýti þú hefir mest, en þat er,
at tungan er mikilsti iQng í þér, ok skaltu nú gera annat-
hvárt at ljúga ekki hér af meira ella skaltu hanga við inn
hæsta gálga.“ Hitt dæmið er í Landnámu (Sturlubók, 142),
þegar Gestur Oddleifsson varar Þórarin að sjá við, at eigi
vefÖisk hár þat um hofuÖ honum, er lá á tungu hans.“
Naumast er það tilviljunin einber, að sögumar þrjár
um fólk sunnan lands og austan eru að heita má sam-
hljóða um talsháttinn, en í hinrnn ritunum er orðalagið
hvert með sínu móti, þótt Grettlu svipi að þessu leyti einna
mest til Victors sögu og Blávus. Lítil ástæða er að bolla-
leggja um rittengsl, en ekki er óhugsanlegt, að Njála kunni
að hafa þegið orðtakið úr Þorsteins sögu. Engum getum
skal heldur leitt að uppruna málsháttarins, enda þekki ég
ekkert latneskt orðtæki, sem gæti talizt augljós fyrirmynd.
En skyldum hugmyndum bregður fyrir í OrðskviÓunum:
„Yfirsjón varanna er ill snara.“ (12. 13) — „ . . . og sá,
sem hefir fláráða tungu, hrapar í ógæfu.“ (17. 20) —