Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 112
110
„Varir heimskingjans valda deilum, og munnur hans kall-
ar á högg. Munnur heimskingjans verður honum að tjóni,
og varir hans eru snara fyrir líf hans.“ (18. 6-7). En
málshátturinn „e-m vefst tunga um höfuð“ minnir einn-
ig á fimmtánda Davíðssálm, og er tveim setningum úr
honum snarað svo í Maríu sögu (útg. C. R. Unger, 562;
Kirby, 32): „Hans prettr snarisk honum í hQfuð, ok hans
ranglæti stigi niðr yfir hans hvirfil."
Til samanburðar við þá hugmynd, að heimskir og ill-
kvittnir menn hafi langa tungu, má henda á talsháttinn
„e-m togar trgll tungu ór hgfði“, sem kemur fyrir í Reyh-
dælu og Þorsteins þœtti stangarhöggs. Auk þess er hug-
mynd þessi kirnn í öðrum málum, t. a. m. ensku. Tvö
spakmæli í Hávamálum vara við tunguskæði: „Tunga er
hpfuðs hani“16 (73. v.) og „Hraðmælt timga, nema hald-
endr eigi, opt sér ógótt of gelr.“ (29. v.). Um uppruna
Hávamála leikur svo mikill vafi, að ekki er unnt að stað-
hæfa, að hve miklu leyti þau hergmála útlendar lærdóms-
hugmyndir um mannlega hegðun eða hve mikið af speki
þeirra er af fornum norrænum rótum runnin. En ýtarleg
rannsókn mun væntanlega leysa úr því vandamáli og um
leið varpa ljósi á uppruna ýmissa hugmynda, sem eru
sameiginlegar Hávamálum og íslendingasögum. Vísinda-
legum athugunum á slíkum atriðum í fornum bókmennt-
um okkar er enn svo skammt á veg komið, að hæpið er að
geta sér til um niðurstöður.
16 Sbr. enska málsháttinn “The toung will cause beheading”, The
Oxford Dictionary of English Proverbs. Third Edition, revised by
F. P. Wilson (Oxford 1975), bls. 830, þar sem ýmis spakmæli önn-
ur lúta að sama efni. Einnig skal minnt á málsháttinn “Many a
man doth with his Tongue cut his own throat.” Sama rit, bls. 277.