Studia Islandica - 01.06.1981, Qupperneq 114
112
festir kölska sjálfan upp í misgripum. En málarinn „gengr
í klaustur ok gorisk ágætr siðlætismaðr í atferði."
Tvær frásagnir í Ectors sögu lýsa því er kona bjargar
manni úr myrkvastofu. f annað skiptið (útg. Agnete Loth,
95-6) er það Vernacius, sem „kurteis kona“ leysir út, en
í hitt (sama útg. 149-50) er Aprival kastað í dyflizu, og
um miðnætti kemur þangað „svá virðulig jungfrú at fegrð
ok búnaði, at ongva hafði hann áðr sét slíka.“ Með hjálp
gamals manns bjargar hún Aprival úr myrkvastofunni og
skilur eftir í staðinn stórvaxinn þræl, sem þar er látinn
svelta til bana. Hér er því um að ræða atriði, sem minnir
á pentúrsþáttinn í Maríu sögu. Síðar giftist jungfrúin
kappanum Ector. — Nákvæmur samanburður á Spesar
þætti og frásögnum, sem lýsa lausn úr fangelsi með hjálp
konu, væri næsta skemmtilegt viðfangsefni, en þó verður
ekki lengra farið út í þá sálma að sinni.
Einu sinni í sundurleitum ævintýrum lendir Grettir í
þeim ósköpum að vera tekinn höndum, en það var vestur
í Vatnsfjarðardal, þegar hann gerðist þjófur og „lét. . . sópa
greipr um eignir smábœnda ok hafði af hverjum þat, er
hann vildi.“ Þeir reisa gálga og eru rétt í þann veginn
að hengja hann án dóms og laga, þegar húsfreyjuna i
Vatnsfirði ber að og bjargar honum. Við lestur 52. kafla
Grettlu rifjast upp aðrar frásagnir af þjófum, sem konur
bjarga úr gálga, og má hér sérstaklega minna á frásögn-
ina af Ebba þjóf í Maríu sögu (81-2; 949-51), sem hefst
á þessa lund:
„Þat er enn sagt, at í einhverri sveit var sá maðr er
Ebbo hét. Hann var þjófr mikill ok aflaði sér sveitar, ok
fœddi sik ok aðra á því er hann stal til.“ En svo bar í
móti eitt sinn, að hann var staðinn að verki, tekinn
höndum, fundinn sannur að sök „ok eptir réttendmn
dœmðr af heiptarlausum mQnnum, þeim sem refsingar
áttu fjcrir stjórnar sakir í því heraði, ok var sá þeira dómr,
at Ebbo skyldi hengja, ok var snara látin at hálsi honum,
en fœtr hans tóku eigi jQrð.“ Var þar heilög Maria komin
honum til hjálpar, og lýkur þeirri frásögn á þá lund, að