Studia Islandica - 01.06.1981, Page 122
120
mynda í sögunni öllu erfiðari en leitin að efnislegum fyr-
irmyndum, en sá vandi stafar af sundurleitum ástæðum.
1 fyrsta lagi er örðugra að festa hendur á hugmyndum en
lýsingum á persóniun og atburðum. f öðru lagi verður að
gera ráð fyrir því, að lærdómsrit (á íslenzku og latínu)
hafi varðveitzt miður en frásagnir af sögulegum viðburð-
um hér og í Noregi. Og í þriðja lagi verða hvorki Grettla
né ýmsar varðveittar þýðingar á latneskum ritum tíma-
settar með öruggri vissu. Málið mun að vísu skýrast nokk-
uð, þegar rannsakaðar hafa verið skólabækur og önnur
rit, sem íslenzkir menntamenn um daga Grettluhöfundar
lásu. En nú eru heimildir um slíkt næsta fáskrúðugar, og
því er sjálfsagt að athuga hverjar bækur notaðar voru í
skólum annars staðar í Vestur-Evrópu. Auk þess er engan
veginn einfalt að skera úr því, hvort tiltekin hugmynd sé
af fomum norrænum rótum mnnin, ella þá árangur af
útlendum lærdómi. Hér að framan hef ég nefnt þrjú rit,
sem raunar vom notuð í skólmn: Disticha Catonis (Hug-
svinnsmál), Álexandreis (Alexanders saga)19 og Publilii
Syri Sententiae, en vitaskuld koma ýmis önnur rit til
greina, og rannsóknum á hugmyndum íslendinga sagna í
heild verður ekki gerð ýtarleg skil fyrr en þau hafa verið
könnuð til hlítar.
Með sundurgreiningu hugmynda í Grettlu er auðvelt
að sýna fram á, hverjum hlutverkum vinátta, örlög, ógœfa,
ofmetnaSur, ofmœlgi, leti, óhlýSni, réttsýni og ýmis önnur
hugtök gegna í sögunni í heild, og með samanburði við
önnur rit, frumsömd og þýdd, ætti einnig að vera hægt
að leiða rök að uppmna þessara hugmynda, en traust
undirstaða fyxir slíkar rannsóknir fæst ekki fyrr en hug-
myndaheimur fslendinga á tólftu og þrettándu öld hefur
verið kannaður af meiri alúð en gert hefur verið hingað til.
19 1 máldaga Viðeyiarklausturs 1397 er Alexander Magnus eitt þeirra
rita, sem talið er með skólabókum. Sjá Emil Olmar, Boksamlingar
pa Island 1179-1490 (Göteborg 1902), bls. 4. Sennilegt má þykja,
að þar sé um Alexandreis að ræða, enda var þetta latneska sögu-
kvæði notað sem skólabók annars staðar í álfunni.