Rökkur - 01.03.1931, Page 11

Rökkur - 01.03.1931, Page 11
9 R Ö K K U R hætturnar fyrir þjóðina, sem barnsfæðin gatakmörkunum eru samfara. Frá Rússlandi. Talið er að um 5000 ferða- menn, flestir Bandarikjamenn, hafi komið til Rússlands í sum- ar, eða langtum fleiri en á nokk- uru öðru ári síðan stjórnarbylt- ingin var háð. Eugene Lyons, einn af kunnustu fréttariturum United Press, lét þess nýlega getið i fréttagrein frá Moskwa, að Rússland hefði ágæt skilyrði til þess að draga að sér mikinn ferðamannastraum, vegna þess að þar í landi sé um meiri marg- breytni að ræða en í öllum öðr- um löndum Evrópu til samans. Hinsvegar er ástandið í landinu enn þannig, að meginþorri ferðamanna kýs heldur að ferð- ast um önnur lönd. Fólksfækkun í Svíþjóö. Sænskum blöðum verður tíð- rætt um það, bve mikið dregur úr fólksfjölguninni. Ibúatala Svíþjóðar jókst aðeins um 14,890 árið sem leið. Til saman- burðar má geta þess, að aukn- ingin var árið 1928 17,267, en 1921 var hún 29,815. Orsökin er talin sú hve takmörkun barnsfæðinga Iiefir farið mjög í vöxt. íbútatala Svíþjóðar er ca. 6,000,000, en talið er, að landið geti fætt alt að því 10 miljónir manna. Ræða blöðin af kappi Skipabyggingar Svía. Svíar leggja nú oröiö stund á skípabyggingar í allstórum stíl og standa nú fremstir Noröurlanda- þjóöa í því efni. í lok fyrra miss- iris yfirstandanda árs voru 26 skip í smíðum í Svíþjóð, og var smálestatala þeirra alls 127.000 smálestir. Níu þessara skipa eru undir 2000 smálestir hvert, tvö eru mótorskip, 2000 og 4000 smá- lestir aö stærö, og hin skipin eru flest mótorskip frá 4000 og upp í 10.000 smálestir aö stærð hvert. Sex þeirra eru frá 8000—10.000 smálestir. Er það eftirtektarvert, hve mörg þeirra skipa, sem í smíöum eru í Svíþjóð, eru mótor- skip. Fríríkisstjórnin írska befir nú setið við völd á níunda ár og hefir engin ríkisstjórn í Vestur-Evrópu orðið eins langlíf á síðari árum, nema ein. Og það er stjórnin í Norður-írlandi. — „Þetta sýnir hve mikla festu.írar eiga til í fórum sínum,“ segir enskur maður, sem skrifar um íra í Daily Mail, — „þetta er öðrum þjóöum til fyrirmyndar. Með þessu er trygð jöfn og stöðug

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.