Rökkur - 01.03.1931, Side 23

Rökkur - 01.03.1931, Side 23
R Ö Ií K U R eða annað af eigi minni þýð- ingn. Þótt engin stórtíðindi hafi borist i'rá Frakklandi, síðan þing var sett, er ekki úr vegi, að rifja upp hvernig ástatt var, áður en Tardieu myndaði stjórn sína. Briand utanríkismálaráð herra tók við af Poincaré í júlí- lok 1929, en Briand-stjórnin varð að.segja af sér, þegar þing hófst að nýju þ. 22. okt. þá um haustið. Utanríkismálaráðherr- ann fór fram á það, að frestað vaeri öllum umræðum um gerð- ir stjórnarinnar i utanríkismál- nm, en stjórnarandstæðingar kröfðust þcss, að umræður væri þegar liafnar um þessi mál. Þegar til atkvæðagreiðslu kom, beið stjórnin ósigur (287 gegn 277). Tardieu-stjórnin er talin öflugri en Briand-stjórnin var þá. Tardieu fékk trausts- vfirlýsingu á þingi þ. 11. júli (316 gegn 268) og ætla menn, að styrkleikahlutföllin séu enn svipuð. II. Frakkland er eitt af þeim löndum, sem liefir slopj^ið við sumar verstu afleiðingar heims- kreppunnar. Af heimskrepp- unni liefir leitt að atvinnuleysi i'efir aukist mjög í flestum iöndum, en Frakkar eru lausir ''ð atvinnuleysispláguna. Rn auðvitað liafa skapast erfiðleik- ar í Frakklandi af völdum heimskreppunnar. Þessír erfið- leikar eru fjárhagslegs eðlis, en það er eins um ríki og einstak- linga að fjárhagserfiðleikar eru allra erfiðleika verstir viður- eignar og þeim fylgir altaf sú hætta, að eríiðleikarnir vaxi á öðrum sviðum. Það verður nú að vísu eigi sagt, að þeir fjár- hagserfiðleikar, sem heims- kreppan hefir skapað í Frakk- landi, hafi leitt af sér mikil vandræði fyrir ríkið enn sem komið er, en bersýnilegt er, að það er hætta á ferðum, ef þessir erfiðleikar aukast, verða yfir- gripsmeiri. Það var getið um það í skeytum 17. nóv., að Pé- ret dómsmálaráðherra hefði verið til neyddur að biðjast lausnar, vegna þeirra árása, sem hann varð fyrir út af bankahruni í Paris. Segir í skeytinu, að lausnarbeiðnin hafi verið tekin til greina og Cheron, fyrverandi fjármála- ráðherra, hafi verið útnefndur dómsmálaráðherra í stað Péret. Stjórnarandstæðingar munu hafa beint skeytum sínum að Péret vegna þess, að hann kom ekki í veg fyrir að stjórnin lét það viðgangast, að bankinn hélt áfram vafasömum viðskiftum, þegar augljóst var orðið hvert stefndi, en svo fór, sem í skeyt- inu hermir að bankinn neyddist til að liætta útborgunum 6. nóv.

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.