Rökkur - 01.03.1931, Side 26

Rökkur - 01.03.1931, Side 26
24 RÖKKUR dauðsfalla. í Öldungadeildinni eiga ini sæti 59 republikanar, þar á meðal nokkurir svo kall- aðir progressive republicans, 39 demókratar og 1 fulltrúi bænda og verkamanna (Far- mer-Labourite). Benda allar likur til þess, að demokratar muni auka mjög fulltrúatölu sína í Öidungadeildinni, og telja báðir flokkar það víst. Sumir leiðtogar republikana liafa jafnvel gert ráð fyrir, að demokratar bæti þar við sig alt að 30 þingsætum. En þó nú að svo færi ekki og republik- anar béldu meiri bluta Öld- ungadeildarinnar, þá ber þess að geta, að margir hinna svo kölluðu progressive rej)id)Iic- ans bafa hvað eftir annað — og stundum í mikilvægum mál- um — greitt atkvæði með demókrötum. Þeir liafa í raun- inni stundum komið fram sem nokkurskonar þversumflokk- ur, sem hafði ráð deildarinnar í hendi sér. Yrði margir hinna forsetatryggu republikana að víkja fyrir demókrötum, verð- ur stjórninni auðvitað erfitt um vik á marga lund. Hún gæti þá ekki komið áhugamálum sín- um í gegnum þingið, nema þeim, sem demokratar setja velþóknunarstimpil sinn á. Kosningabaráttan í ríkinu Ne- braska vekur þjóðarathygli. Þar er Öldungadeildarþing- maðurinn George W. Norris i kjöri, leiðtogi progressive repu- blicans, en keppinautur lians er Gilbert M. Hitchcock, fyrrver- andi öldungadeildar þingmað- ur og framsögumaður demo- krata i Öldungadeildinni á tímabili Wilsons. — Kosninga- baráttan í New Jersey vekur sömuleiðis mikla athygli. Þar er Dwight W. Morrow, fyrrver- andi sendilierra Bandaríkj- anna i Mexíkó í kjöri af hálfu repúblikan’a. Keppinautur bans er Alexander Simpson, demó- krati. Ynni Morrow glæsilega verður liann ef til vill fram- bjóðandi republikana i næstu forsetakosningum. Þess ber þó að geta, að Morrow liefir lýst því yfir, að hann gefi ekki kost á sér sem forsetaefni, nema Hoover kjósi að draga sig í hlé. Loks mætti geta þess, að bann- málið hefir verið mjög á dag- skrá vestra í kosningahríðinni. Búast margir við, að andbann- ingum á þjóðþinginu muni mjög fjölga, og eru til þess nokkrar líkur, þó að líkurnar séu hins vegar ekki þær, að fvlgisaukningin verði það mik- il, að leiða muni til víðtækra bannlagabreytinga nú. II. Eins og kunnugt er orðið af

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.