Rökkur - 01.03.1931, Side 41

Rökkur - 01.03.1931, Side 41
R O K K U R 39 umboðsmaður Bandaríkja- stjórnarinnar í Colorado hefði ásakað stjórnina um, að hún hefði látið af hendi og leigt ólöglega mikið af olíuauðugum löndum í Colorado. Birti Kelly ásakanir sinar í blaðinu New York World, sem er eitt af kunnustu blöðum Bandaríkj- anna. Innanríkismálaráðherr- ann, Wilbur, varð að láta hefja yfirgripsmikla rannsókn, því að öll blöð Bandarikjanna ræddu um ásakanir Kelly’s. Rannsókn stjórnarinnar leiddi í Ijós, að ásakanir Kell’y’s höfðu við ekkert að styðjast. Kosningar í New South Wales i Ástralíu fóru fram í október- lok. Jafnaðarmenn unnu glæsi- legan. sigur, komu að 53 fram- bjóðöndum, en stjórnarliðar að- eins 34. Alls greiddn 1 miljón kjósanda atkvæði. Kommúnist- ar fengu aðeins 9000 atkvæði. Verkalýðsleiðtoginn Mr. Lang myndaði stjórn. Komst hann svo að orði, er úrslitin voru kunn orðin, að þau væri sönnun þess, að Ástralíubúar ætluðu ekki að þola afskifti annara um sin eigin mál. Mr. Lang hefir áður verið stjórnarforseti í New South Wales. Byfreiðaslys í U. 8. A. Arið 1929 hiðu 29,531 maður bana i Bandaríkjunum af völd- um bifreiðaslysa eða 25,4 af hverjum 100,000 íbúum lands- ins. Glæpaöldin í U. 8. A. er síður en svo í rénun. Sam- kvæmt skýrslum rannsóknar- stofu dómsmálaráðuneytisins í Washington voru fimm morð framin á dag að meðaltali i amerískum borgum, sem hafa 100,000 íbúa og fleiri, frá ára- mótum til 1. nóv. þ. á.. Rann- sóknin fór fram í 58 borgum. Hið eftirtektarverðasta við skýrslurnar er þó það, að í fyrra voru framin 3 morð á dag að meðaltali í þessum borgum og er jjví morðaukn- ingin gífurleg — og skýrslurn- ar bera það ennfremur með sér, að bvers konar glæpir eru að aukast. í New York voru fram- in 282 morð í fyrra, en í Chi- cago enn fleiri. Chicago, New York, Detroit, Los Angelos og Cleveland eru verstu glæpa- borgir i Bandaríkjunum, enda mannflestar.

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.