Rökkur - 01.03.1931, Side 45

Rökkur - 01.03.1931, Side 45
R Ö K K U R 43 flytjendur áttu við að stríða fyrr á tímuin, ótal hættur og erfiðleik- ar, — fyrirfinst ekki lengur. Nýtt land er tekið til ræktunar, og heita má, að landnámsmennirnir eigi þegar frá byrjun við „öll þægindi“ að búa. Heimurinn býður enn ótal tækifæri. Þegar enskir menn lögðu líf sitt í hættu til aö komast til nýju landanna, áttu þeir við óskap- lega erfiðleika að stríða á leiðinni, enda skipakostur þá vanalega slæm- ur. Og er starfið í nýja landinu hófst, tók ekki betra við. Þeir urðu að erfiða undir drep með ófull- komnum verkfærum,kunnu ekki að varast margt, sem heilsu þeirra stafaði -hætta af. Læknar voru eng- ir. Og oft urðu menn að svelta heilu og hálfu hungri á meðan ver- ið var að brjóta landiö. Baráttu við vilta þjóðflokka varð að heyja annað veifið. Flutningar allir voru afar • erfiðir. Þeir gátu ekki flutt ,,menninguna“ með sér nema að litlu leyti. Þeir urðu að byggja hana upp af nýju. Nú er alt breytt. Samgöngur eru góðar. Menn hafa ráð undir hverju rifi til þess að varðveita heilsuna. Menn hafa góö tæki sér til varnar. Vélar vinna nú margra manna verk. Menn hins nýja landnáms búa við öryggi og þægindi. En eitt vantar, sem gamla tímann vantaði ekki: sannfæring- una um að sigra í baráttunni við alla erfiðleika. Nú vilja menn held- ur líða heima við litlar vonir held- ur en að hætta á að' fara í leiðang- ur til annara landa, þar sem að vísu er við erfiðleika að stríða, en erf- iðleika, sem uppfylling glæsilegra vona byggist á, ef menn aö eins bíta jnað í sig, að gugna ekki. Sj álfstj órnarnýlendurnar bresku og nýlendurnar eiga gnægð af ung- um krafti til að treysta allar þær stoðir, sem alríkið hvílir á. Mikil eru þau tækifæri, sem ungum, enskum mönnum eru hér í hendur lögð, til að treysta alríkisböndin. Nefnum Rhodesia til dæmis, sem verður að ákveða um þessar mund- ir, hvort þar eigi í framtíðinni að starfa frjáls, hvítur verkalýður eða hvít vfirstétt, sem lifir á sveita blökkumanna. En eru ungir Eng- lendingar nú hæfir til þeirra stór- ræða, sem forfeður þeirra ótrauö- ir réðust í? Ef til vill ekki, alment talað. En það sannar ekki, að ekki sé hægt að gera þá þannig úr garði, að þeir séu til þess færir. Bretland getur ekki lengur ráðið hvernig landnámi er hagað í sjálf- stjórnarnýlendunum. En það virð- ist vera á valdi alríkisráðstefnunn- ar, að hafist verði handa um fram- haldandi landnám á réttum grund- velli: Aö mennirnir, sem eiga að feta í fótspor feðranna og nema ný lönd, verði gerðir hæfir til starfsins.“ Sumt af því, sem hér kemur fram, verður athugað nánara síðar. þvi að margt í þessu sambandi er

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.