Rökkur - 01.03.1931, Side 56

Rökkur - 01.03.1931, Side 56
54 R O K K U R eldhúss til að fela eldinn og fór því næst til rekkju. — Björn rétti út höndina og dró til sín lampann, sem var á borðinu milli rúmanna, og slökti á honum. En birtu vetr- arnæturinnar lagði inn um frosthvítar rúður baðstofu- gluggans, enda engin tjöld til þess að draga fyrir hann. Ann- að veifið færðist norðansvalinn i aukana og gnauðaði við þekj- una. „Annað kveld, Björn minn,“ sagði Kristrún, „ætla eg að biðja þig að kveikja á kertun- um hérna á borðinu. Það er þó altaf fróun að horfa á blessuð ljósin. Það er eins og þau beri jólagleðina í bæinn.“ „Einu jólagleðina,“ sagði Björn og það var örlítill vottur beiskju í röddinni. Hóstakviða greip Kristrúnu. Það var eins og brjóstið ætlaði að slitna sundur. Hún hljóðaði og andvarpaði á víxl. Björn stökk fram úr rúminu og kveikti og gaf henni úr lyfglas- inu sem læknirinn hafði skilið eftir, til þess að gera þó eitt- livað, eins og siður var sveita- lækna, þegar svo var komið, að í ranninni var vonlaust um að halda áfram baráttunni við all- ar þær óvættir, sem fátæktinni voru samfara fyrr á árum. Svo bagræddi Björn Kristrúnu sem best hann mátti og hallaði sér útaf. „Það styttist óðum, Björn,“ sagði hún, „þegar hún mátti mæla. „En eg er glöð, cf eg fæ að vera ein jólin enn hjá þér og þeim.“ „Já, það er eins og allar f jar- lægðir minki um jólin,“ sagði Björn til þess að gleðja hana, en í rauninni hafði honum aldrei fundist nein vegalengd eins óralöng og sú, sem nú var á milli þeirra og barnanna. „Þau undu svo vel liérna, þegar þau voru búin að kveikja á kertunum sínum á borðinu,“ sagði Kristrún lágt og eins og í draumi. „Þau voru svo glöð yfir kert- unurn sínum, rauðum, hvítum og bláum. Það var svo bjart við hvítar rúðurnar. Það var birta saklausrar gleði i augum barn- anna vfir kertaljósunum. Ivann- ske það ljómi af þeim enn, þar sem þau eru nú, þótt langt sé liðið.“ „Þau hugsa heim,“ sagði Björn lágt, „Það er eg viss um.“ Hann hafði ekki fleiri orð um það, því hann heyrði, að rödd Kristrúnar var þrungin klökkva. Svo mæltust þau ekki fleira við. Vindurinn gnauðaði nú án afláts við þekjuna. Annars heyrðist ekkert nema skerandi

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.