Rökkur - 01.03.1931, Page 78

Rökkur - 01.03.1931, Page 78
76 R Ö K K U R Rússneskur stjórnniála- maður myrtur í Róm? . engan metnað í því, að ferðast með amerískum skipum; ef amerískt fólk væri eins þjóðholt og Bretar eru og ferðaðist með sínum eigin skipum, þá myndu tugir miljóna, sem nú renna árlega í vasa keppinaut- anna, renna til amerísku skipa- félaganna.En á það var bent af ýmsum ameriskum blöðum um þetta leyti, að tilgangslaust væri að slá á þj óðernisstreng' í svona málum, — menn ferð uðust með skipum þeirra þjóða sem menn hefðu best traust á og mest þægindi befði að bjóða. Til þess að vinna sigur, gæti Bandarikin ekki annað gert en að smiða hraðskreiðari og vand- aðri skip og ala upp sjómanna- stétt, sem jafnaðist á við sjó- menn Breta og Þjóðverja. En samkepnisstríðið er korn- ið í fullan gang og verður ekki að svo stöddu sagt, hverjir beri sigur úr býtum, en vafalaust eru Bretar og Þjóðverjar sam- kepnisfærastir sem stendur. Og svo mjög leggja keppendurnir sig frarn nú, að sennilega býr sigurvegarinn, sem næst verð- ur, all-lengi að sigri sinum. Fyrir nokkru birtu sum bresk blöð þær fregnir, að ráðátjórnin heföi sent þrjá starfsmenn „ték- unnar“ alræmdu til þess að hand- taka Sokolnikoff, sendiherra ráð- stjórnarinnar í London, vegna þess að hann hefði fallið í óná'ð hjá ráðstjórninni. En Sokolnikoff bafði látið koma krók á móti bragði og hafði sendimenn ráð- síjórnarinnar í haldi. Síðar kvað þó Sokolnikov hafa tekist að milda skap Stalins með því að heita jjví, að bregðast í engu fram- vegis frá fyrirskipunum hans. Ekki verður með neinni vissu sagt hvað satt er í þessu, því sum bresk blöð eru mjög harðorð í garð Rússa um þessar mundir, en sennilega er einhver fótur fyrir fregninni. Enn rneiri eftirtekt vakti það þó, er rússneskur stjórn- málamaður, Levine, framdi sjálfs- morð 'x sendiherrabústaö ráð- stjórnarinnar í Rómaborg. Nokkru eftir fráfall hans komst sá orð- rómur á kreik og varð að blaða- máli, að Levine hefði verið myrt- ur af sendimönnum tékunnar fyr- ir að hafa opinberað leyndarmál ráðstjórnarinnar. Levine var að- alfulltrúi rússneska sendiherrans t

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.