Rökkur - 01.03.1931, Side 84

Rökkur - 01.03.1931, Side 84
82 R 0 Ii K U R í góðu lofti, nærist að miklu leyti á eigin framleiðslu og hef- ir altaf litla býlið sitt og bú- skapinn sem bakhjarl, ef vinn- an í verksmiðjunni eða kola- námunni bregst. Skilyrðin eru auðvitað ekki alstaðar fyrir hendi, til þess að þetta geti gengið. En menn eins og Henry Ford vilja skapa skilyrðin til þess, að verkamennirnir geti verið landbændur jafnframt, þar sem þau eru ekki fyrir liendi. Svo mikið telur liann unnið við það, að verkamenn- irnir geti verið ræktunarmenn jafnframt, að hann telur fram- tíð verkamannastéttanna og vel- ferð alþjóðar að miklu leyti undir þessu komna. Báðir þessir merkismenn, Llojrd George og Henry Ford, bafa þjóðrækt samfara jarð- rækt fyrir augum. Það virðist einmitt alment vera rótgróin slcoðun í menn- ingarlöndunum, að þýðing landbúnaðarins sé svo mikil að nauðsyn beri til að efla hann sein best, þótt deilt sé um leið- irnar. Hér er heldur ekki um þetta deilt. Hinsvegar má um það deila bvaða leiðir séu af- farasælastar í þessum málum hér á landi, þótt það, sem gert hefir verið til eflingar land- búnaðinum hér á uudanförn- um árum, bljóti mjög að marka framtiðarbrautina. Mjög þörf lög hafa verið sett til viðreisnar landbúnaðinum, sem þegar hafa unnið stórmikið gagn, og vafalaust eru spor i rétta átt, svo sem jarðræktarlögin o. fl. En þótt bændur íslands eigi við erfiðleika að stríða og þá marga, þá verður eigi annað sagt en að eftir því sem líkur standa til muni blómgunar- skeið upp renna fyrir íslenskan landbúnað, svo fremi, að bót ráðist á þeim erfiðleikanum, sem báir bændum langsamlega mest, og er þannig varið, að vel flestir binna erfiðleikanna mundu hjaðna, ef þessum erf- iðleika væri lirundið af vegi, en það er vandræði bænda út af verkafólksskorti og hið háa kaupgjald, sem bændur verða að greiða því fólki, sem fæst. Mun eg víkja að því í næsta kafla greinar þessarar. IV. Eins og eg liefi þegar vikið að hafa kornbændur í öðrum löndum víða orðið illa úti, svo og bændur sem hafa aðaltekjur sínar af baðmullarrækt, vegna þess að framleiðslan hefir ver- ið svo mikil, að ekki hefir ver- ið hægt að selja bana viðunan- legu verði, í mestu uppskeruár- unum liggur jafnvel hluti upp- skerunnar óseljanlegur, ekki

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.