Rökkur - 01.03.1931, Qupperneq 94

Rökkur - 01.03.1931, Qupperneq 94
92 R Ö K K U R vinna að því. Er það ekki óguðlegt, að freista þess, sem Guð bersýni- lega hefir elcki velþóknun á?“ „Nei, nei. Örvæntu ekki. Við höf- um líklega g'ert okkur of háar von ir. Það var ekki við því að búast, að fyrsta tilraun hepnaðist. Við skulum gera tilraun til þess að kom- ast út annarsstaðar." „En þú veist ekki, hve mikið og hve lengi ég hefi erfiðað. Þess vegna gerirðu þér enn vonir um, að flottatilraun gæti liepnast. Eg var fjögur ár að búa til verkfærin mín, og um tveggja ára skeið var ég að grafa mig í gegn um vegg, sem var harður eins og granít. Eg varð að losa um steina, sem ég áð- ur hefði aldrei getað ímvndað mér, að ég mundi fá þokað til. Oft erf- iðaði ég frá morgni til kvelds og var ánægður, þegar kveld var kom- ið, ef ég hafði losað um hnefafylli mulnings úr hörðum steinbindingn- um, sem aldirnar hafa hert svo, að hann er harðari en alt, sem hart er. Og til þess að koma uppgreftin- um frá, varð ég að brjótast inn um vegg, þar sem er autt rúm á bak við stiga. Þetta rúm er nú svo fult, að þar verður ekki einni hnefa- fylli við bætt. Athugaðu einnig. að ég var fullviss um, að sigurstundin væri að renna upp einmitt nú, og einnig, að ég hafði hnitmiðað erf- iði mitt svo nákvæmlega, að kraft- ar mínir myndu endast til að vinna verkið á enda. Og svo, þegar ég hélt, að alt mundi hepnast og ég átti að eins eftir nóg þrek, til þess að komast burt, þá kemur i ljós, að alt mitt erfiði var til einskis Nei, ég el engar vonir lengur. Ekk- ert skal fá mig til að hefja af nýju tilraunir til að komast á braut. — Yerði guðs vilji.“ Dantés hneigði höfði og reyndi að leyna vonbrigðum sinum. En þrátt fyrir vonbrigðin var hann þó þakklátur forsjóninni fyrir það, að fundum lians og ábótans hafði bor- ið saman. Ábótinn hafði sest á rúm Dantés- ar, en Dantés stóð ennþá. Dantési hafði aldrei dottið i hug að flýja. Því sumt er svo fjarri þvi að vera hugsanlegt, að menn leiða alveg hjá sér að hugleiða það. En hann hug- leiddi það nú. Hann mundi verða í þrjú ár að grafa fimtíu feta löng göng niðri í jörðinni. Ef það hepn- aðist, yrði hann að henda sér af þverhníptu bjargi úr fimtíu, kann- ske hundrað feta hæð í sjóinn, og eiga það á hættu að rotast á klett- um. Og jafnvel þótt þetta hepnað- ist, þá gæti svo farið að hann yrði hæfður af kúlum varðmannanna. Og loks, ef alt gengi að óskum, var þriggja núlna sund fyrir höndum. Dantés hafði aldrei hugleitt þetta fyrr en nú. Og þegar honum varð ljóst, hve erfiðleikarnir voru mikl- ir, þá gat hann ekki ar.nað en dáðst að öldungnum, sem ekki hafði lát- ið þessa erfiðleika vaxa sér í aug- um. Tilhugsunin um hugrekki öld- ungsins, stappaði í hann stálinu. Annar maður hafði reynt það, sem honum hafði ekki einu sinni dottið í hug að reyna, annar maður eldri, veikbygðari og óvanur líkamlegu erf- iði. hafði haft þolinmæði til þess, að starfa árum saman að þvi einu, að búa sér verkfæri til þess að geta unnið að því, að þessi djarfmann- lega flóttatilraun hepnaðist. Og að eins vegna skakks útreiknings hafði alt mishepnast. Annar maður hafði afrekað alt þetta. Var Dantési þá eigi annað eins gerlegt eða meira? Faria hafði giafið fimtíu feta löng
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Rökkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.