Rökkur - 01.03.1931, Síða 95

Rökkur - 01.03.1931, Síða 95
ROKKUR 93 göng. Dantés heitstrengdi að grafa hundraS feta löng göng, ef nauð- syn bæri til. Faria, fimtugur að aldri, hafði varið þremur árum til starfans. Dantes ákvað að verja sex árum til þess að komast á braut, ef nauðsyn bæri til. Faria, andans maður, kirkjunnar maður, hafði ekki hikað við, að leggja til þriggja milna sunds, til þess að komast til evjanna Daurae, Ratonneau eða Lemaire. Eg, hugsaði Dantés, er þaulvan- ur, margreyndur sjómaður, hví skyldi ég hika við að leggja til þriggja mílna sunds? Eg get synt þrjár mílur vegar á klukkustund, hugsaði hann, og mintist þess, hve oft hann hafði synt í fullar tvær stundir sér til skemtunar að eins. — Og Dantés ákvað, að gefast ekki upp. Hann ákvað að muna umfram alt, að það, sem áður var hægt að gera, var hægt að gera af nýju. „Síðan eg varð bandingi“, sagði Faria, „hefi eg hugleitt allar þær flóttatilraunir, sem eg hefi lesið um. Sannleikurinn cr sá, vinur minn, að flóttatilraunir hepnast sjaldan, en þær tilraunir, sem hafa hepnast hafa þurft langan undir- búningstíma og mikla umhugsun. Eg gæti t. d. nefnt flóttatilraun de Beaufort greifa frá Chateau de Vincennes, eða Dubuquoi ábóta frá l’Evéque-vígi og Latude úr Bastill- unni. Á stundum kemur það fvrir, að tækifæri koma föngum upp í hendurnar — hin ólíklegustu tæki- færi. Við skulum því bíða þolin- móðir eftir hentugu tækifæri. Ef tækifæri býðst, þá muntu komast að raun um, að eg mun ekki hika ■við að grípa það síður en þú.“ „Þú getur kannske ekki beðið þolinmóður," svaraði Dantés, „minstu þess, að til þessa, þótt þú værir þreyttur og þér miðaði lítið, þá voru vonirnar þér allur styrkur þinn.“ „Kannske var það annað, sem mér var meiri styrkur í.“ „Hvað var það?“ „Eg skrifaði. Eg vann að fræðslu- iðkunum.“ „I-étu þeir þig þá fá penna, blek og pappír?“ „Nei, nei,“ svaraði ábótinn," eg hafði ekkert annað en það, sem eg bjó til sjálfur.“ „Getur það verið, að þér hafi hepnast að búa til slíka hluti?“ „Já,“ svaraði ábótinn. Dantés horfði á hann aðdáunar- augum, en það var efi í svip hans. Ábótinn tók eftir því og mælti: „Komdu í heimsókn i klefa minn. Þá skal eg sýna þér lífsverk mitt. Það er ritverk um hvernig hægt sé að sameina ítalíu í eitt, stórt og voldugt konungsríki. Mig óraði aldrei fyrir ]>ví, cr eg hugsaði um þetta i Colisseum rústunum í Róm, eða þegar eg var i Florence og Feneyjum, að eg myndi ljúka þessu verki í If-höll. Þér finst kannslce kynlegt, að eg skyldi fá næði og tíma til þess að ljúka þessu verki í klefa mínum, þessu verki, sem ef prentað væri, mundi fylla stórt bindi?“ „En á hvað skrifaðirðu?“ ,,Á tvær léreftsskyrtur. Eg bjó til vökva, sein gerir léreft þannig úr garði, að það er auðvelt að skrifa á það.“ „Þú ert þá efnafræðingur?“ „Eg er efnafróður. Eg þekti Lavoiser og' var vildarvinur Caban- is.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.