Rökkur - 01.03.1931, Síða 97

Rökkur - 01.03.1931, Síða 97
R O K K U R 95 XVII. kapítuli. í klefa ábótans. Þeir félagar skriðu með nokkrum erfiðismunum gegnum göng þau, sem ábótinn hafði grafiS, og inn i klefa ábótans. Er nær dró klefan- um voru göngin svo þröng, aS þeir urSu aS skríSa á höndum og knjám. GólfiS í klefa Faria ábóta var lagt steinhellum, og með því að losa um og lyfta hellu í einu horninu, hafði Faria tekist að hefja verk sitt. Þeg- ar Dantés var kominn inn í klefann horfði hann í kringum sig, eins og hann byggist við að sjá þar eitt- hvað af undrum þeim, sem ábótinn hafSi sagt honum frá, en hann sá ekkert ,sem sérstaklega vakti eftir- tekt hans. „ÞaS er ágætt,“ sagSi ábótinn, „aS við höfum nógan tima. Klukkan er nú fjórðung stundar yfir tólf.“ Ósjálfrátt sneri Dantés sér við, til þess að gá að því, hvar klultkan væri, sem ábótinn hefði litið á, en auðvitað sá hann enga klukkuna. „Sérðu ljósgeislann, sem ltemur þarna inn um gluggaholuna," sagði Faria, og lcinkaði kolli, og er Dantés hafði jankað því, hélt hann áfram: „Athugaðu línurnar á veggnum. Linur þessar hefi eg dregið í sam- ræmi við hinn tvöfalda snúning jarðarinnar og fjarlægð hennar frá sólunni, og get þvi reiknað nákvæm- lega út hvað tímanum líður, ná- kvæmar en þó eg hefði úr, því þeim hættir til að ganga skakt, eins og þú veist.“ Dantés varð undrandi yfir þessum skýringum, því hann vissi ekki bet- ur en að jörðin væri kyr, en sólin snerist, því hann hafði ekki neitt hugsaÖ eða lært um þessi efni, en tekið eftir þvi, að sól kom upp hand- an við fjöllin, en hneig til viðar, að þvi er hann hélt, í Miðjarðarhaf- ið. Og um tvöfaldan snúning jarðar hafði hann aldrei heyrt minst. En þótt hann skildi ekki til fulls við hvað hinn lærði félagi hans átti, þá fanst honiun eins og nýr heimur væri að opnast fyrir augum sér, al- veg eins og þegar hann var í sjó- ferðum og kom í fyrsta sinn á fræga og fagra staði. „Eg er orðinn óþolinmóður," sagði hann við Faria. „Sýndu mér nú þetta alt saman, sem þú varst að segja mér frá áðan.“ Áhótinn hrosti og gekk að eld- stónni, sem nú var ekki lengur not- uS. Hann stakk meitli sínum undir stóran stein í eldstónni og færði hann til. Þar undir var gripahirsla ábótans. „Hvað á eg að sýna þér fyrst?“ spurði Faria. „Sýndu mér hið mikla verk þitt um stofnun konungsríkis á Italíu.“ Faria tók þá upp úr hirslu sinni nokkrar léreftsræmur, sem lagðar voru hver ofan á aðra. Ræmur þess- ar voru um það bil fjögurra þuml- unga breiðar og átján þumlunga langar. Þær voru vandlega tölusett- ar og þéttskrifaðar, en svo skýr var skriftin þótt smá væri, að Dantés veittist auðvelt að lesa hana. Rit- gerðin var skrifuð á itölsku, en Dantés hafði veruleg kynni af þvi máli. „Þarna er verkið,“ sagði ábótinn. Eg skrifaði orðið „finis“ á sextug- ustu og áttundu ræmuna, fyrir viku síðan. Eg hefi skorið tvær skyrturn- ar mínar og alla vasaklútana mína, til þess aS geta unnið þetta verk. Framh.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.