Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 6
Valgerður Stefánsdóttir
Við bjuggum það til sjálf
Um uppruna og þróun íslensks táknmáls
Inngangur
Málsaga táknmála er lítið þekkt en vitað er að þar sem til verður samfélag
döff fólks1 þróast með tímanum táknmál. Kenningar sem settar hafa verið
fram um tilurð íslensks táknmáls hafa hingað til byggt á sögulegum heim-
ildum eða samanburðarmálfræði. Fræðimenn hafa gert ráð fyrir að ÍTM
sé dótturmál þess danska vegna þess að tuttugu og fjögur heyrnarlaus börn
hafi verið send til Danmerkur í skóla á 19. öldinni fram til þess að íslenskur
kennari var ráðinn til kennslu heyrnarlausra á Íslandi árið 1867. Í grein um
norrænar táknmálsfjölskyldur staðsetur norski málvísindamaðurinn Arnfinn
Muruvik Vonen ÍTM í dönsku táknmálsfjölskyldunni með dönsku táknmáli
(DTS) og færeysku.2 Hann vitnar í skrif fræðimannanna Brita Bergman pró-
fessors emeritus í málfræði táknmála við Stokkhólmsháskóla og Elisabeth
Engberg-Pedersen3 prófessors í málfræði við Kaupmannahafnarháskóla og
finnsku fræðimannanna Karin Hoyer og Kaisa Alanne4 sem gera ráð fyrir að
hópur heyrnarlausra nemenda frá Íslandi, sem voru í skóla í Kaupmannahöfn
1 Döff fólk á Íslandi á íslenskt táknmál að móðurmáli og hefur kynnt sig sem mál-
minnihlutahóp, ÍTM-fólk eða þjóðernishóp með sérstaka sögu og menningu óháð
heyrnarstöðu. Einnig er hugtakið táknmálsþjóðir notað fyrir hópa af ólíku þjóðerni
sem skilgreina sig sem döff.
2 Arnfinn Muruvik Vonen, „Tegnspråk i Norden“, Sprog i Norden 43: 1/2012, bls.
1–13 [í heftinu: bls. 105-118], hér bls. 8.
3 Brita Bergman og Elisabeth Engberg-Pedersen „Transmission of sign languages in
the Nordic countries“, Sign languages, ritstjóri Diane Brentari, Cambridge Univer-
sity Press, 2010, bls. 74–94.
4 Karin Hoyer og Kaisa Alanne ritstjórar, Teckenspråkens och teckenspråkigas ställning i
Norden, Helsingfors: Finlands Dövas Förbund, 2008.
Ritið
3. tbl. 22. árg. 2022 (5-46)
Ritrýnd grein
© 2022 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar
og höfundur greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.22.3.1
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).