Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 9

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 9
VAlgERðUR STEFáNSDóTTIR 8 skapar það. Michail Bakhtin benti á hvernig líf orða (tákna) væri alltaf hlaðið hinu félagslega. Öll orð bæru keim af starfi, grein, hneigð, hóp, sérstakri vinnu, ákveðinni manneskju, kynslóð, aldurshópi, deginum og klukkustund- inni. Sérhvert orð bæri með sér samhengi og aðstæður sem það hefði lifað í alla sína félagslegu tilveru.19 Samskipti skapa menningu með því að ferli þeirra verða venjubundin og stöðug, flytjast á milli kynslóða og verða að habitusi (stundum þýtt sem veruháttur á íslensku).20 Samfélag döff fólks er nauðsynleg forsenda samskipta og að táknmál þróist. Með því verða til formgerðir eins og tengsl, venjur og reglur. Döff menning eða habitus þróast. Fræðimenn hafa hingað til ekki fengist við upp- runa og þróun ÍTM og döff menningar í þessu ljósi. Hins vegar hafa þeir velt fyrir sér hvernig táknmál þróast við mismunandi félagslegar aðstæður. Susan goldin-Meadow rannsakaði máltileinkun heyrnarlausra barna, sem tileinkuðu sér látbragð og bendingar foreldra sinna, aðgreindu lát- bragðið í einingar, með skýrt merkingarsvið og röðuðu þeim í „setningar“ með ákveðinni „orðaröð“. látbragð foreldranna, sem þeir notuðu tilviljana- kennt og óskipulega, varð að táknum og málkerfi hjá barninu. Oftast er talað um þetta sem heimatáknun eða heimatáknmál (e. homesign systems). Að mati goldin-Meadow er með heimatáknun komið fyrsta stig í þróun táknmáls.21 Einungis sé um að ræða dýpt einnar kynslóðar en málbreytingar í tákn- málum komi oftast inn með nýjum kynslóðum málhafa.22 Ben Bahan bendir á að alls staðar í heiminum fari sama ferlið af stað þegar heyrnarlausir koma saman. látbragð verði að tákni og bindist í mál- kerfi með öðrum táknum. Ekki taki nema nokkrar kynslóðir þar til það sé orðið að venjubundnu táknmáli.23 Í iðnvæddum löndum var það fyrst og fremst þegar heyrnarlausum börnum var safnað saman í heimavistarskóla að 19 Mikhail Bakhtin, The Dialogic Imagination. Four Essays, þýðendur Caryl Emerson og Michael Holquist, Austin: University of Texas Press, 1981, bls. 293. 20 Pierre Bourdieu, Language and symbolic power, ritstjóri John Thompson, þýðendur gino Raymond og Matthew Adamson, Massachusetts: Harvard University Press Cambridge, 1991. 21 Sjá einnig lisa Rissman og fleiri, „The communicative importance of agent- backgrounding. Evidence from homesign and Nicaraguan Sign language“, Cogni- tion 203/2020, bls. 1–20. 22 Susan goldin-Meadow, „Watching language grow“, Proceedings of the National Aca- demy of Sciences, 102: 7/2005, bls. 2271–2272, hér bls. 2272. 23 Ben Bahan, „Senses and Culture. Exploring Sensory Orientations“, Deaf Gain. Raising the Stakes for Human Diversity, ritstjórar H-Dirksen l. Bauman og Joseph J. Murray, Minneapolis og london: University of Minnesota Press, 2014, bls. 233– 254, hér bls. 234.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.