Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 130
Alda Björk Valdimarsdóttir
„Ég heyri það sem þú segir“
Samlíðan sem pólitísk og félagsleg stýring
Palli fær engan frið í heiminum
–líf hans fer fram í hópum
Hópum sem blaðra og hópum sem skoða
hópum sem bjarga fólki úr voða […]
Ísak Harðarson,
„Um Alheimssamband Palla“1
„Stærsti skorturinn í samfélagi okkar og heiminum öllum er skortur á sam-
líðan. Það er mikil þörf fyrir fólk sem getur sett sig í spor annarra og séð
heiminn með þeirra augum.“2 Á þessa leið komst Barack Obama, fyrrver-
andi forseti Bandaríkjanna, að orði en í ræðum sínum sem forseti lagði hann
mikla áherslu á samlíðan (e. empathy) sem leið til þess að tengjast minni-
hlutahópum og skilja þá, hvort sem um væri að ræða innflytjendur, kon-
ur, svarta, samkynhneigða eða fátæka. Helsti vandi stjórnmálanna væri þessi
skortur á samlíðan. „Það er kominn tími til þess að samlíðan fari að vera
hluti af stjórnmálunum okkar“, sagði hann líka. Samlíðan sé mannkostur
sem geti breytt heiminum til hins betra.3
1 Ritstjóra Ritsins og nafnlausum ritrýnum er þakkað fyrir góðar athugasemdir.
2 Barack Obama, ræða flutt 27. júlí 2007, sjá bút af ræðunni hér: https://www.yo-
utube.com/watch?v=LGHbbJ5xz3g. Sótt 21. júlí 2022. [„The biggest deficit that
we have in our society and in the world right now is an empathy deficit. We are in
great need of people being able to stand in somebody else’s shoes and see the world
through their eyes.“]
3 Barack Obama, ræða flutt 4. desember 2006 fyrir K.I.D.S./Fashion Delivers, sjá bút
hér: https://www.youtube.com/watch?v=4md_A059JRc. Sótt 21. júlí 2022.
Ritið
3. tbl. 22. árg. 2022 (129-168)
Ritrýnd grein
© 2022 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar
og höfundar greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.22.3.5
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).