Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 146

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 146
„ÉG HeYRI ÞAð Sem ÞÚ SeGIR“ 145 Hagfræðingurinn Jeffrey D. Sachs, prófessor við Columbia-háskóla, hefur mikið skrifað um umhverfismál, efnahagsumbætur og almenna fátækt. Í inngangi sínum að bókinni The Dangerous Case of Donald Trump heldur hann því fram að Trump sé hættulegur forseti vegna alvarlegrar andlegrar skerðingar sem hafi verið ómeðhöndluð og sé að öllum líkindum ólæknan- leg.55 margir leiðtogar eigi það sameiginlegt að vera með slíkar raskanir en í þeim felist að ómögulegt sé fyrir þá að finna fyrir samlíðan með öðrum, þeir sjái aðra aðeins sem viðföng sem nota megi eða ógn sem þurfi að fjarlægja og þeir skilji ekki hugtakið jafnræði. Sachs vitnar í sálfræðinginn Jerrold m. Post, höfund bókarinnar Narcissism and Politics, en Post starfaði meðal annars fyrir bandarísku leyniþjónustuna C.I.A. Þó að bók Posts um narsiss- íska þjóðarleiðtoga hafi komið út 2015 má auðveldlega heimfæra hana upp á Trump sem eigi í sérstöku sambandi við grunnstoðir sínar. Sachs segir hann vera leiðtoga sem „hungri í spegla“ (e. mirror hungry), það er sé „narsissisti“ sem reyni að fela misbresti sína með því að skjalla fylgismenn sína, líkt og sjá megi á fylkingunni sem safnast írekað saman fyrir framan hann, sönglandi hatursöngva og hótandi ofbeldi.56 Þessi hópur taki stöðugt undir raðlygar leiðtogans og geri fantasíuheim hans að sínum. Fylgismenn Trumps séu særðir og hafi hungrað í hugsjónir sem leiði þá frá sársauka sínum og því óréttlæti sem þeir hafi verið beittir. Sachs bendir á að Trump deili ýmsum einkennum með Adolf Hitler því hann afmennski ákveðna þjóðfélagshópa. Í tilfelli Trumps séu það Bandaríkjamenn af afrískum ættum, múslimar, kon- ur, fólk frá Rómönsku-Ameríku og innflytjendur.57 Sachs bendir á að það skipti miklu máli að við áttum okkur á því að hér séum við komin inn á svið sálsýkisfræðinnar og að það sé því hættulegt þegar fólk láti eins og við séum aðeins að stunda pólitík ef við gagnrýnum þjóðar- leiðtoga á þessum forsendum, sérstaklega þegar kjarnorkuhættan er höfð í 55 Jeffrey D. Sachs, „Foreword To the Second edition. The Dire Warning of mental Health experts“, The Dangerous Case of Donald Trump. 35 Psychiatrists and Mental Health Experts Assess a President, ritstjóri Bandy Lee, New York: Thomas Dunne Books, 2017, epub, loc 8. 56 Árið 1938 notaði Thedore Abel orðin tign og náðargáfu til að útskýra leiðtogahæfileika og framgöngu Hitlers og getu hans til að stýra fylgjendum sín- um en þeir sáu í honum kraft og höfðu trú á yfirnáttúrulegum hæfileikum hans og spámannsgáfu. Sjá Theodore Abel, Why Hitler Came into Power. An Answer Based on the Original Life Stories of Sex Hundren of His Followers, New York: Prentice–Hall, INC, 1938, bls. 66–67. 57 Jeffrey D. Sachs, „Foreword To the Second edition. The Dire Warning of mental Health experts“, The Dangerous Case of Donald Trump, loc. 8–9.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.