Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 146
„ÉG HeYRI ÞAð Sem ÞÚ SeGIR“
145
Hagfræðingurinn Jeffrey D. Sachs, prófessor við Columbia-háskóla,
hefur mikið skrifað um umhverfismál, efnahagsumbætur og almenna fátækt.
Í inngangi sínum að bókinni The Dangerous Case of Donald Trump heldur
hann því fram að Trump sé hættulegur forseti vegna alvarlegrar andlegrar
skerðingar sem hafi verið ómeðhöndluð og sé að öllum líkindum ólæknan-
leg.55 margir leiðtogar eigi það sameiginlegt að vera með slíkar raskanir en í
þeim felist að ómögulegt sé fyrir þá að finna fyrir samlíðan með öðrum, þeir
sjái aðra aðeins sem viðföng sem nota megi eða ógn sem þurfi að fjarlægja
og þeir skilji ekki hugtakið jafnræði. Sachs vitnar í sálfræðinginn Jerrold
m. Post, höfund bókarinnar Narcissism and Politics, en Post starfaði meðal
annars fyrir bandarísku leyniþjónustuna C.I.A. Þó að bók Posts um narsiss-
íska þjóðarleiðtoga hafi komið út 2015 má auðveldlega heimfæra hana upp á
Trump sem eigi í sérstöku sambandi við grunnstoðir sínar. Sachs segir hann
vera leiðtoga sem „hungri í spegla“ (e. mirror hungry), það er sé „narsissisti“
sem reyni að fela misbresti sína með því að skjalla fylgismenn sína, líkt og sjá
megi á fylkingunni sem safnast írekað saman fyrir framan hann, sönglandi
hatursöngva og hótandi ofbeldi.56 Þessi hópur taki stöðugt undir raðlygar
leiðtogans og geri fantasíuheim hans að sínum. Fylgismenn Trumps séu
særðir og hafi hungrað í hugsjónir sem leiði þá frá sársauka sínum og því
óréttlæti sem þeir hafi verið beittir. Sachs bendir á að Trump deili ýmsum
einkennum með Adolf Hitler því hann afmennski ákveðna þjóðfélagshópa. Í
tilfelli Trumps séu það Bandaríkjamenn af afrískum ættum, múslimar, kon-
ur, fólk frá Rómönsku-Ameríku og innflytjendur.57
Sachs bendir á að það skipti miklu máli að við áttum okkur á því að hér
séum við komin inn á svið sálsýkisfræðinnar og að það sé því hættulegt þegar
fólk láti eins og við séum aðeins að stunda pólitík ef við gagnrýnum þjóðar-
leiðtoga á þessum forsendum, sérstaklega þegar kjarnorkuhættan er höfð í
55 Jeffrey D. Sachs, „Foreword To the Second edition. The Dire Warning of mental
Health experts“, The Dangerous Case of Donald Trump. 35 Psychiatrists and Mental
Health Experts Assess a President, ritstjóri Bandy Lee, New York: Thomas Dunne
Books, 2017, epub, loc 8.
56 Árið 1938 notaði Thedore Abel orðin tign og náðargáfu til að útskýra
leiðtogahæfileika og framgöngu Hitlers og getu hans til að stýra fylgjendum sín-
um en þeir sáu í honum kraft og höfðu trú á yfirnáttúrulegum hæfileikum hans og
spámannsgáfu. Sjá Theodore Abel, Why Hitler Came into Power. An Answer Based on
the Original Life Stories of Sex Hundren of His Followers, New York: Prentice–Hall,
INC, 1938, bls. 66–67.
57 Jeffrey D. Sachs, „Foreword To the Second edition. The Dire Warning of mental
Health experts“, The Dangerous Case of Donald Trump, loc. 8–9.