Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 18
VIð BJUggUM þAð TIl SJálF
17
sendur til Kaupmannahafnar til lækninga.60 Engar frekari upplýsingar finn-
ast um hve lengi hann dvaldi úti eða í hvaða tilgangi en líklegast var hann í
einhvers konar meðferð hjá lækni skólans, Hans Marcus Mackesprang. því
hefur verið haldið fram að hann hafi gengið í skólann fyrir heyrnarlaus börn
í Kaupmannahöfn en það er ólíkleg tilgáta.61 Páll hafði fengið undirstöðu-
menntun á Íslandi, var í menntaskóla þegar hann veiktist og 17 ára gamall
þegar hann fór út en nemendur skólans útskrifuðust flestir fyrir þann aldur.
Eftir að Páll kom aftur heim lauk hann námi og lærði til prests.62
Páll sótti um til kirkju- og kennslumálaráðuneytisins að fá að dvelja á
konunglegu stofnuninni í Kaupmannahöfn og kynna sér kennslu heyrnar-
lausra barna. Malling-Hansen, sem þá stýrði stofnuninni, varð strax mjög
áhugasamur um þessa hugmynd og um að stofnaður yrði skóli á Íslandi. Páll
fékk styrk frá ráðuneytinu til dvalarinnar og var í tvo mánuði við stofnunina
árið 1867 að kynna sér kennslu heyrnarlausra barna.63
Fram að þessum tíma hafði grunnhugsunin í kennslunni í Kaupmanna-
höfn verið að táknmál væru móðurmál heyrnarlausra og danskt táknmál var
því kennslumál. Fingrastafrófið var í aðalhlutverki við dönskukennslu en orð
voru skrifuð og fingrastöfuð. þegar Páll var úti var orðin aukin áhersla á
tal og varalestur og var nemendum skipt í hina eiginlegu (d. egentlige) sem
kennt var með táknmáli, óeiginlegu (d. uegentlige) sem gátu lært að tala og
vitsljóa (d. aandslóve). Stefnt var að því að sem flestir nemendur gætu talað og
lesið af vörum.64 Úti hitti Páll væntanlega þá ellefu Íslendinga, sem voru við
nám í Kaupmannahöfn, og meðal þeirra var Kristján Jónsson.
á meðan Páll dvaldi í Kaupmannahöfn skrifaði hann námsbækur í bibl-
íusögum og kristinfræði og orðasafn til íslenskukennslu. Málfarið á Bibl-
íusögunum er ekki auðvelt og endurspeglar ekki skilning á tungumáli og
kelsson, bls. 59–60, sótt 8. apríl 2021 af Sunnanfari - 8. tölublað (01.02.1894) -
Tímarit.is (timarit.is).
60 Sjá til dæmis „Páll Pálsson“, Alþingismannatal, 2016, sótt 20. október 2020 af https://
www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=466; „Málleysingjaskólinn í Kaupmanna-
höfn 150 ára“, Morgunblaðið, 17. apríl 1957; sótt 20. október 2022 af Morgunblaðið
- 89. tölublað (17.04.1957) - Tímarit.is (timarit.is); Jón þorkelsson, „Séra Páll Páls-
son“, bls 59–60.
61 Eiríkur Sigurðsson, Af héraði og úr fjörðum, Reykjavík: Skuggsjá, 1978, bls. 141;
Reynir Berg þorvaldsson, Saga heyrnarlausra á Íslandi, bls. 14.
62 Jón þorkelsson, „Séra Páll Pálsson“, bls. 60.
63 Johannes Jørgensen, „Det kongelige Døvstumme-Institut i København 1839-1907“,
Det Kongelige Døvstumme-Institut i København 17. april 1807 - 17. april 1907, ritstjóri
C. goos, København: H. Meyers Bogtrykkeri, 1907, bls. 153–298, hér bls. 267.
64 Sama rit, til dæmis á bls. 199.