Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 182
HÁSKÓLI Í ÞÁGu LýðRæðIS
181
lýðræðislegt gildi en almannavilji sem byggist á fáfræði og röngum upplýs-
ingum. Þessi meginþáttur lýðræðis er mjög háður þeirri þekkingarleit sem
fram fer í háskólum ásamt því hugarfari og færni gagnrýninnar hugsunar
sem er nauðsynlegur fylgifiskur hennar.
Sköpun þekkingar í háskólum hefur einnig þýðingu fyrir lýðræðið vegna
þess að það krefst lifandi lýðræðisvitundar. Lýðræði verður aldrei fullmótað
heldur er það ávallt verk í vinnslu. John Dewey orðaði þetta svo að lýðræðið
„þurfi sífellt að vera uppgötvað, uppgötvað að nýju, endurskapað og endur-
skipulagt“.58 Háskólar þjóna lýðræðinu með því að skapa nýja þekkingu
á lýðræðinu sjálfu, þar á meðal þekkingu sem verður til með tilraunum59
og einnig nýjar leiðir til að túlka og skilja sjálfa lýðræðishugmyndina, af-
drif hennar og tengsl við aðra þætti samfélagsins.60 Rannsóknir á sviði lög-
fræði, sem upphaflega fóru af stað í háskólum í tengslum við það verkefni að
mennta lögfræðinga en þróuðust áfram í háskólaumhverfi sem „studdi við
þrotlausa leit mannshugans að fyllri skilningi“,61 má líta á sem rannsóknir á
mikilvægum þáttum lýðræðis. Sama á við um rannsóknir í stjórnmálafræði,
sagnfræði, félagsfræði, menntunarfræði, hagfræði og ýmsum greinum hug-
vísinda, þar á meðal heimspeki. Án þeirrar þekkingar á lýðræðinu sem þar er
sköpuð og endursköpuð væri það í margfalt meiri hættu en nú.
Lýðræðishæfni og lýðræðismenning
Annað mikilvægt dæmi um lýðræðislegt notagildi háskólastarfs er að al-
mennt aðgengi að háskólamenntun eykur lýðræðishæfni borgaranna.62 Þessi
58 John Dewey, „The Challenge of Democracy to Education“, John Dewey. The Later
Works, 1925–1953. Volume 11: 1935–1937, ritstj. Jo Ann Boydston, Carbondale og
Edwardsville: Southern Illinois university Press, 1987, bls. 181–190, hér bls. 182.
Ritgerðin kom fyrst út 1937. Sjá einnig Gert Biesta, „Education and the Democratic
Person: Towards a Political Conception of Democratic Education“, Teachers College
Record, 109: 3/ 2007, bls. 740–769, hér bls. 744.
59 John S. Dryzek og fleiri, „The Crisis of Democracy and the Science of Delibera-
tion“; James S. Fishkin, „Virtual Public Consultation. Prospects for Internet Deli-
berative Democracy“, Online Deliberation. Design, Research, and Practice, ritstj. Todd
Davies og Seeta P. Gangadharan, Stanford: CSLI Publications, 2009, bls. 23–35.
60 Sjá til dæmis Guðmundur Heiðar Frímannsson, Skólar og lýðræði. Um borgaramennt-
un, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2018 og Vilhjálmur Árnason og Henry A. Henrys-
son (ritstj.), Íslenskt lýðræði. Starfsvenjur, gildi og skilningur, Reykjavík: Háskólaút-
gáfan og Siðfræðistofnun, 2018.
61 Stefan Collini, What Are Universities For? London: Penguin Books, 2012, bls. 17.
62 John Ahier, John Beck og Rob Moore, Graduate Citizens. Issues of Citizenship and
Higher Education. London: Routledge, 2002; Ceryn Evans, Gareth Rees, Chris
Taylor og Stuart Fox, „A Liberal Higher Education for All? The Massification of