Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 50
TáKnMáL OG RaDDMáL
49
Sú skoðun sem fram kemur í tilvitnuninni hér að ofan endurspeglar þá
þekktu ranghugmynd um táknmál að þau séu lítið annað en látbragð og
hreyfitákn sem lúti engum málfræðireglum eins og raddmál gera.6 Þann-
ig séu táknmál sambærileg við það tilbúna mál sem verður til þegar tveir
heyrandi einstaklingar sem ekki tala sama tungumál og reyna að gera sig
skiljanlega hvor fyrir öðrum með bendingum og látbragði. Fræðimenn hafa
hins vegar bent á að táknmál hafi flókna málfræðilega formgerð ekkert síður
en raddmál og lúti ýmsum hömlum sem gilda ekki um bendingar og lát-
bragð.7 Til dæmis eru tákn yfirleitt aðeins mynduð innan táknrýmisins, það
er svæðisins sem nær frá mitti táknarans og upp að hvirfli. Þá hafa rann-
sóknir sýnt að hæfnin til bendinga og látbragðs stjórnast af öðrum svæðum
í heilanum en hæfnin til að nota tungumál, hvort sem það eru táknmál eða
raddmál.8
Til að varpa skýrara ljósi á eðli táknmála sem tungumála er líka áhugavert
að bera þau saman við svonefnd hliðartáknmál (e. secondary sign languages,
alternate sign languages).9 Þessi mál eiga að auðvelda samskipti milli heyrandi
einstaklinga í kringumstæðum þar sem erfitt er að nota raddmál, til dæmis
vegna mikils hávaða. Hliðartáknmál eru þó ekki jafnþróuð og táknmál og þau
eru yfirleitt undir sterkum áhrifum frá nágrannaraddmáli. Það er þó rétt að
benda á að ýmsar samsvaranir eru milli látbrigða í táknmálum og hreyfitákna
sem oft fylgja raddmálum.10 Til dæmis er mjög algengt að tjá neitun með því
að hrista höfuðið í táknmálum, bæði með og án sérstaks neitunartákns.11
á fyrri hluta 20. aldar töldu málfræðingar að tákn í táknmálum væru
órjúfanlegar heildir og hefðu því enga innri formgerð eins og orð í radd-
6 Þessi ranghugmynd hefur víða verið rædd; sjá til dæmis Trevor Johnston og adam
Schembri, Australian Sign Language (Auslan). An Introduction to Sign Language
Linguistics, Cambridge: Cambridge University Press, 2007, bls. 14; nancy Fris-
hberg, „arbitrariness and Iconicity. Historical Change in american Sign Lang-
uage“, Language 51, 1975, bls. 696–719, hér bls. 697.
7 Sjá Karen Emmorey, Language, Cognition, and the Brain. Insights from Sign Language
Research, Mahwah, nJ: Lawrence Erlbaum associates, 2002, bls. 2.
8 David P. Corina, Jyotsna Vaid og Ursula Bellugi, „The Linguistic Basis of Left
Hemisphere Specialization“, Science 255, 5049, 1992, bls. 1258–1260.
9 Roland Pfau, „Manual Communication Systems. Evolution and Variation“, Sign
Language. An International Handbook, ritstjórar Roland Pfau, Markus Steinbach og
Bencie Woll, Berlin: De Gruyter Mouton, 2012, bls. 513–551.
10 adam Kendon, Gesture. Visible Action as Utterance, Cambridge: Cambridge Univer-
sity Press, 2004.
11 Ulrike Zeshan, „Hand, Head, and Face. negative Constructions in Sign Langua-
ges“, Linguistic Typology 8, 2004, bls. 1–58.