Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 103
RAnnVEIG SVERRISDóTTIR OG KRISTÍn LEnA ÞORVALDSDóTTIR
102
viðhorf til málsins og spornað gegn því að litið verði á málið sem hjálpar-
tæki. Á öllum skólastigum þarf að uppfæra námskrár og tryggja að þar sé
ÍTM sérstök faggrein. Einnig að á leik- og grunnskólastigi séu starfandi
skólar sem veita táknmálsbörnum málumhverfi og menntun þar sem ÍTM
er í forgrunni og veita öðrum skólum þar sem táknmálsbörn stunda nám
ráðgjöf.138 Með aukinni ráðgjöf og fræðsluefni þeirra stofnana sem vinna
með ÍTM er hægt að auka líkur á því að lögum sé fylgt og ÍTM fái for-
gang í málumhverfi barnanna. Síðast en ekki síst eru tilgreindar aðgerðir
sem stuðla að því að táknmálsnám sé og verði áfram aðgengilegt öllum í
íslensku samfélagi139 því aðeins þannig má fjölga þeim sem tala ÍTM og
stækka þar með málsamfélagið sem börnin hafa aðgang að.
Samkvæmt Quadros140 þurfa málstefnur táknmála að taka tvítyngi til
greina enda er það raunveruleiki flestra ef ekki allra táknmálsbarna að alast
upp í tvítyngi raddmáls og táknmáls, hvort sem börnin eru heyrnarlaus,
heyrnarskert eða coda börn. Engu að síður þarf að líta á táknmál sem fyrsta
mál döff barna og coda barna. Þetta skiptir máli í kennslu. Í Aðalnám-
skrá grunnskóla frá 1999 er kafli um táknmál en í Aðalnámskrá grunnskóla
frá 2013 er kafli um ÍTM og íslensku.141 Í námskránni frá 2013 er náms-
greinin ÍTM og íslenska skipulögð sem heildstæð námsgrein með greini-
legri áherslu á tvítyngi en hins vegar er litið svo á að ÍTM sé hið daglega
samskipta- og kennslumál. Þrátt fyrir það sem segir í námskránni virðast
málin tvö ekki standa jafnt neins staðar í skólakerfinu, ekki einu sinni í
Hlíðaskóla, eina grunnskóla landsins sem starfrækir táknmálssvið.142 Spyrja
má hvort málstefna ÍTM hefði þurft að taka sterkar til orða um ÍTM sem
annað tveggja mála í tvítyngi táknmálsbarna, með ríka áherslu á notkun
ÍTM en einnig með þá staðreynd í huga að flest íslensk táknmálsbörn eru
138 B3, B4, B8.
139 B14.
140 Ronice Müller de Quadros, „Language Policies and Sign Languages“, bls. 14.
141 „ Aðalnámskrá grunnskóla“, 1999; „Aðalnámskrá grunnskóla, Almennur hluti 2011,
Greinasvið 2013“, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2013, sótt 16. nóvember
af https://www.stjornarradid.is/media/menntamalaraduneyti-media/media/fretta-
tengt2016/adalsnamskra-grunnskola-3.-utg.-2016.pdf.
142 Valgerður Stefánsdóttir, Ari Páll Kristinsson og Júlía G. Hreinsdóttir, „The Legal
Recognition of Icelandic Sign Language. Meeting Deaf People’s Expectations?“,
bls. 240–241; Elena Koulidobrova og Rannveig Sverrisdóttir, „How to Ensure Bil-
ingualism/Biliteracy in an Indigenous Context. The Case of Icelandic Sign Lang-
uage“, Languages 6(98)/2021, https://doi.org/10.3390/languages6020098. Sjá einn-
ig skýrslur Málnefndar um íslenskt táknmál frá 2014 og 2015, sóttar 18. nóvember
2022 af https://islenskan.is/islenskt-taknmal/skyrslur-og-alyktanir.