Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 88

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 88
UM MÁLSTEFnU ÍSLEnSKS TÁKnMÁLS 87 hvort sem það er meðvituð afstaða eða afskiptaleysi. Hér má líkja stöðu táknmála við mörg önnur minnihlutamál og mál sem eru í útrýmingarhættu þar sem meirihlutamálið er ríkjandi í menntun og menntastefnum á kostnað minnihlutamálsins.56 Í skóla þar sem tvítyngd börn stunda nám eru það ekki síður gjörðir kennara sem skipta máli því með vali sínu á tungumáli (eða með því að nota „ekki“ ákveðið tungumál) sýnir kennari viðhorf, neikvætt eða já- kvætt eftir atvikum, til minnihlutamálsins.57 Ef neikvæð viðhorf ríkja innan skóla hefur það áhrif á börnin og máltöku þeirra – börnin vilja síður tala eða læra mál sem ekki nýtur virðingar innan skólasamfélagsins.58 Viðhorfin geta líka leitt til þess að forráðamenn velji síður að nota eða læra táknmál með börnunum sínum eða að þeir velji síður skóla þar sem börnunum er kennt á táknmáli ef neikvætt viðhorf gagnvart táknmáli er ríkjandi í samfélaginu.59 ólík félagsleg staða táknmála og raddmála, þar sem raddmál eru notuð mun víðar í samfélaginu, skapar togstreitu á milli döff og heyrandi samfélaga sem líta þarf til í málstefnum. Quadros segir þessa stöðu geta haft áhrif á mál í menntun og máltöku barna eins og rætt var hér að framan en einnig á form málsins og sýnileika sem endurspeglar gjarnan stöðu málsins og viðhorf til þess. Vegna þessa segir hún þátttöku málhafanna í mótun málstefnu nauð- synlega. Lykilatriði í málstefnum táknmála ættu að vera táknmál í menntun sem og valdefling málhafanna sjálfra.60 Sherman Wilcox og fleiri segja einn- ig að málstefnur sem snúa að notkun táknmála verði að vera þróaðar af döff með aðstoð þeirra sem hafa sérfræðiþekkingu á táknmáls-málvísindum og málstýringu.61 Þótt táknmál eigi margt sameiginlegt með öðrum minnihlutamálum og málum í útrýmingarhættu þarf að líta til annarra þátta í málstefnum tákn- mála en raddmála. Hér hefur verið farið yfir helstu atriðin sem málstefnur táknmála þurfa að taka tillit til. Mikilvægustu þættirnir sem málstefnur tákn- 56 Tove Skutnabb-Kangas, „Language Rights and Revitalization“, The Routledge Hand- book of Language Revitalization, ritstjórar Leanne Hinton, Leena Huss og Gerald Roche, new York, nY: Routledge, 2018, bls. 13–21, hér bls. 15. 57 Alexandra Jaffe, „Stance in a Corsican School. Institutional and Ideological Orders and the Production of Bilingual Subjects“, Stance. Sociolinguistic Perspectives, ritstjóri Alexandra Jaffe, Oxford: Oxford University Press, 2009, bls. 119–145, https://doi. org/10.1093/acprof:oso/9780195331646.003.0006. 58 Sbr. Julia Sallabank, „Diversity and language policy for endangered languages“, bls. 112. 59 Ronice Müller de Quadros, „Language Policies and Sign Languages“, bls. 5. 60 Sama rit, bls. 7 og áfram. 61 Sherman E. Wilcox, Verena Krausneker og David F. Armstrong, „Language Poli- cies and the Deaf Community“, bls. 395.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.