Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Síða 88
UM MÁLSTEFnU ÍSLEnSKS TÁKnMÁLS
87
hvort sem það er meðvituð afstaða eða afskiptaleysi. Hér má líkja stöðu
táknmála við mörg önnur minnihlutamál og mál sem eru í útrýmingarhættu
þar sem meirihlutamálið er ríkjandi í menntun og menntastefnum á kostnað
minnihlutamálsins.56 Í skóla þar sem tvítyngd börn stunda nám eru það ekki
síður gjörðir kennara sem skipta máli því með vali sínu á tungumáli (eða með
því að nota „ekki“ ákveðið tungumál) sýnir kennari viðhorf, neikvætt eða já-
kvætt eftir atvikum, til minnihlutamálsins.57 Ef neikvæð viðhorf ríkja innan
skóla hefur það áhrif á börnin og máltöku þeirra – börnin vilja síður tala eða
læra mál sem ekki nýtur virðingar innan skólasamfélagsins.58 Viðhorfin geta
líka leitt til þess að forráðamenn velji síður að nota eða læra táknmál með
börnunum sínum eða að þeir velji síður skóla þar sem börnunum er kennt
á táknmáli ef neikvætt viðhorf gagnvart táknmáli er ríkjandi í samfélaginu.59
ólík félagsleg staða táknmála og raddmála, þar sem raddmál eru notuð
mun víðar í samfélaginu, skapar togstreitu á milli döff og heyrandi samfélaga
sem líta þarf til í málstefnum. Quadros segir þessa stöðu geta haft áhrif á mál
í menntun og máltöku barna eins og rætt var hér að framan en einnig á form
málsins og sýnileika sem endurspeglar gjarnan stöðu málsins og viðhorf til
þess. Vegna þessa segir hún þátttöku málhafanna í mótun málstefnu nauð-
synlega. Lykilatriði í málstefnum táknmála ættu að vera táknmál í menntun
sem og valdefling málhafanna sjálfra.60 Sherman Wilcox og fleiri segja einn-
ig að málstefnur sem snúa að notkun táknmála verði að vera þróaðar af döff
með aðstoð þeirra sem hafa sérfræðiþekkingu á táknmáls-málvísindum og
málstýringu.61
Þótt táknmál eigi margt sameiginlegt með öðrum minnihlutamálum og
málum í útrýmingarhættu þarf að líta til annarra þátta í málstefnum tákn-
mála en raddmála. Hér hefur verið farið yfir helstu atriðin sem málstefnur
táknmála þurfa að taka tillit til. Mikilvægustu þættirnir sem málstefnur tákn-
56 Tove Skutnabb-Kangas, „Language Rights and Revitalization“, The Routledge Hand-
book of Language Revitalization, ritstjórar Leanne Hinton, Leena Huss og Gerald
Roche, new York, nY: Routledge, 2018, bls. 13–21, hér bls. 15.
57 Alexandra Jaffe, „Stance in a Corsican School. Institutional and Ideological Orders
and the Production of Bilingual Subjects“, Stance. Sociolinguistic Perspectives, ritstjóri
Alexandra Jaffe, Oxford: Oxford University Press, 2009, bls. 119–145, https://doi.
org/10.1093/acprof:oso/9780195331646.003.0006.
58 Sbr. Julia Sallabank, „Diversity and language policy for endangered languages“, bls.
112.
59 Ronice Müller de Quadros, „Language Policies and Sign Languages“, bls. 5.
60 Sama rit, bls. 7 og áfram.
61 Sherman E. Wilcox, Verena Krausneker og David F. Armstrong, „Language Poli-
cies and the Deaf Community“, bls. 395.