Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 180

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 180
HÁSKÓLI Í ÞÁGu LýðRæðIS 179 er talað um innra gildi þess (e. intrinsic value) en þegar það þiggur gildi sitt frá tengslum sínum við eitthvað annað má tala um ytra gildi þess (e. extrinsic value). Margir telja, svo dæmi sé tekið, að vinátta geti haft gildi í sjálfu sér þó að hún geti líka þegið að minnsta kosti hluta gildis síns utan frá, svo sem vegna nytseminnar eða ánægjunnar sem af henni hlýst. Að svo miklu leyti sem háskólar þiggja gildi frá tengslum sínum við lýðræðið er um að ræða ytra gildi; háskólar eru verðmætir vegna tengsla sinna við eitthvað annað sem er verðmætt, það er lýðræði.54 Augljósasta tegund ytra gildis er þegar eitthvað er tæki eða leið að verð- mætu markmiði; það hefur notagildi (e. instrumental value). Til dæmis getur gildi skóflu legið í því að með henni er hægt að grafa skurð, sem svo aftur þiggur gildi sitt frá gagnsemi þess að leggja rör í jörðu og svo framvegis, þar til komið er að einhverju verðmætu markmiði sem þessi röð gagnlegra atriða endar í og gefur þeim gildi sitt. Sama skófla getur líka í vissum að- stæðum þegið gildi sitt af því að með henni er hægt að reka niður staur, ógna innbrotsþjófi og margt fleira sem ekki var endilega haft í huga við hönnun skóflunnar. Háskólar geta með svipuðum hætti þegið gildi sitt frá þeim margvíslegu verðmætu afleiðingum sem starf þeirra hefur, bæði ætluðum og tilfallandi, svo sem að skapa nýja þekkingu og leiða til nýsköpunar, veita sér- hæfða og almenna menntun, stuðla að upplýstri þjóðfélagsumræðu, mennta fagstéttir, stuðla að félagslegri og efnahagslegri framþróun og svo framvegis. Ytra gildi hlutar eða fyrirbæris getur þó einnig legið í öðru en verð- mætum afleiðingum þess (e. non-instrumental value). Skóflan í dæminu hér á undan gæti til dæmis haft táknrænt gildi um að eigandi hennar hafi yndi af garðyrkju eða jafnvel, ef skóflan er erfðagripur, um að eigandinn tilheyri ákveðinni fjölskyldu. Háskólar geta með svipuðum hætti haft gildi sem tákn um sjálfsmynd og fullveldi þjóðar, stöðu samfélagsins, framfarir, nútíma- væðingu, þekkingu, menningu og svo framvegis. Ytra gildi hlutar eða fyrir- bæris getur einnig legið í því að það er hluti af verðmætri heild, svo sem þegar vængur flugvélar er verðmætur vegna framlags síns til þess að vélin getur flogið. Háskólar geta á sama hátt þegið gildi sitt af framlagi sínu til þess kerfis stofnana sem heldur samfélaginu gangandi. Slíkt framlagsgildi felst ekki í því að vera leið að markmiði heldur í því að vera hluti af verð- mætri heild. 54 Þó er rétt að nefna að ef hugmyndin um háskóla væri útfærð á grundvelli kenninga Deweys um nauðsynleg tengsl menntunar og lýðræðis myndi gildi lýðræðis vafa- laust falla að verulegu leyti saman við innra gildi háskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.