Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 180
HÁSKÓLI Í ÞÁGu LýðRæðIS
179
er talað um innra gildi þess (e. intrinsic value) en þegar það þiggur gildi sitt
frá tengslum sínum við eitthvað annað má tala um ytra gildi þess (e. extrinsic
value). Margir telja, svo dæmi sé tekið, að vinátta geti haft gildi í sjálfu sér
þó að hún geti líka þegið að minnsta kosti hluta gildis síns utan frá, svo sem
vegna nytseminnar eða ánægjunnar sem af henni hlýst. Að svo miklu leyti
sem háskólar þiggja gildi frá tengslum sínum við lýðræðið er um að ræða
ytra gildi; háskólar eru verðmætir vegna tengsla sinna við eitthvað annað
sem er verðmætt, það er lýðræði.54
Augljósasta tegund ytra gildis er þegar eitthvað er tæki eða leið að verð-
mætu markmiði; það hefur notagildi (e. instrumental value). Til dæmis getur
gildi skóflu legið í því að með henni er hægt að grafa skurð, sem svo aftur
þiggur gildi sitt frá gagnsemi þess að leggja rör í jörðu og svo framvegis,
þar til komið er að einhverju verðmætu markmiði sem þessi röð gagnlegra
atriða endar í og gefur þeim gildi sitt. Sama skófla getur líka í vissum að-
stæðum þegið gildi sitt af því að með henni er hægt að reka niður staur, ógna
innbrotsþjófi og margt fleira sem ekki var endilega haft í huga við hönnun
skóflunnar. Háskólar geta með svipuðum hætti þegið gildi sitt frá þeim
margvíslegu verðmætu afleiðingum sem starf þeirra hefur, bæði ætluðum og
tilfallandi, svo sem að skapa nýja þekkingu og leiða til nýsköpunar, veita sér-
hæfða og almenna menntun, stuðla að upplýstri þjóðfélagsumræðu, mennta
fagstéttir, stuðla að félagslegri og efnahagslegri framþróun og svo framvegis.
Ytra gildi hlutar eða fyrirbæris getur þó einnig legið í öðru en verð-
mætum afleiðingum þess (e. non-instrumental value). Skóflan í dæminu hér
á undan gæti til dæmis haft táknrænt gildi um að eigandi hennar hafi yndi
af garðyrkju eða jafnvel, ef skóflan er erfðagripur, um að eigandinn tilheyri
ákveðinni fjölskyldu. Háskólar geta með svipuðum hætti haft gildi sem tákn
um sjálfsmynd og fullveldi þjóðar, stöðu samfélagsins, framfarir, nútíma-
væðingu, þekkingu, menningu og svo framvegis. Ytra gildi hlutar eða fyrir-
bæris getur einnig legið í því að það er hluti af verðmætri heild, svo sem
þegar vængur flugvélar er verðmætur vegna framlags síns til þess að vélin
getur flogið. Háskólar geta á sama hátt þegið gildi sitt af framlagi sínu til
þess kerfis stofnana sem heldur samfélaginu gangandi. Slíkt framlagsgildi
felst ekki í því að vera leið að markmiði heldur í því að vera hluti af verð-
mætri heild.
54 Þó er rétt að nefna að ef hugmyndin um háskóla væri útfærð á grundvelli kenninga
Deweys um nauðsynleg tengsl menntunar og lýðræðis myndi gildi lýðræðis vafa-
laust falla að verulegu leyti saman við innra gildi háskóla.