Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 87
RAnnVEIG SVERRISDóTTIR OG KRISTÍn LEnA ÞORVALDSDóTTIR
86
eru þættir eins og málanámsstýring, að auka virðingarstig málsins sem og
fjölgun umdæma.50
Brasilíska málvísindakonan Ronice Müller de Quadros segir að málstefn-
ur táknmála, í víðri og þrengri merkingu, þurfi að færast frá læknisfræðilega
sjónarmiðinu og taka mið af því að táknmál eru tungumál og hluti af menn-
ingararfi þjóða.51 Quadros bendir einnig á að málstefnur táknmála þurfa að
taka tillit til málfélagslegrar stöðu þeirra og þess að útbreiðsla málanna er
yfirleitt á annan hátt en raddmála þar sem meirihluti forráðamanna döff
barna eru heyrandi og tala ekki táknmál. Málinu er því sjaldan miðlað á milli
kynslóða innan sömu fjölskyldna, frá foreldri til barns.52 Viðhorf til tákn-
mála og ranghugmyndir um þau hafa einnig áhrif. Að mati Quadros þarf
að gera ráð fyrir því að viðhorf samfélagsins séu neikvæð og vanþekking til
staðar því það hefur sagan sýnt okkur. Ef um er að ræða hina læknisfræði-
legu sýn er líklegt að litið sé á táknmál eingöngu sem hjálpartæki og þau
notuð til stuðnings raddmáli eða til að kenna raddmál. Vegna þessa er mikil-
vægt að táknmál í menntun séu eitt af lykilatriðum í málstefnum táknmála
og að þær feli í sér vel hugsaðar áætlanir um máltöku táknmálsbarna. Þau
neikvæðu viðhorf sem gjarnan ríkja í garð táknmála geta haft veruleg áhrif
á málumhverfi og ílag barnanna.53 Ef ílag raddmálsins er látið hafa forgang
eru börnin svipt áreynslulausri máltöku. neikvæð viðhorf geta birst í mál-
menntastefnum og síendurteknum aðferðum til að hindra notkun táknmála
eða færa þau nær formgerð nágrannaraddmáls.54 neikvæð viðhorf birtast
ekki alltaf í jafn hörðum aðgerðum og táknmálsbannið var, viðhorf eru oft
dulin en áhrif þeirra á tungumál geta birst á mörgum sviðum.55 Skýr dæmi
um þetta er þegar táknmál er ekki að finna í námskrám og menntastefnum
50 Julia Sallabank, „Diversity and language policy for endangered languages“, bls.
111–117.
51 Ronice Müller de Quadros, „Language Policies and Sign Languages“, bls. 14.
52 Helsta undantekningin eru börn döff forráðamanna, coda (e. children of deaf adults).
53 Ronice Müller de Quadros, „Language Policies and Sign Languages“, bls. 6–8, 14
og víðar.
54 Joseph Hill, „Language Ideologies, Policies, and Attitudes toward Signed Languag-
es“, The Oxford Handbook of Sociolinguistics, ritstjórar Robert Bayley, Richard Cam-
eron og Ceil Lucas, Oxford: Oxford University Press, 2013, bls. 1–18, https://doi.
org/10.1093/oxfordhb/9780199744084.013.0033.
55 Sarah Burns, Patrick Matthews og Evelyn nolan-Conroy, „Language attitudes“,
The Sociolinguistics of Sign Languages, ritstjóri Ceil Lucas, Cambridge: Cambridge
University Press, 2001, bls. 181–215; Joseph C. Hill, „Language attitudes in Deaf
communities“, Sociolinguistics and Deaf Communities, ritstjórar Adam Schembri og
Ceil Lucas, Cambridge: Cambridge University Press, bls. 146–174.