Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 92
UM MÁLSTEFnU ÍSLEnSKS TÁKnMÁLS
91
eftir að Lög nr. 61/2011 um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls
tóku gildi er enn að finna skýr dæmi þess að horft sé framhjá ÍTM. Í Aðal-
námskrá leikskóla er ekki fjallað um táknmál yfirhöfuð og hefur hún ekki
verið uppfærð eftir gildistöku laganna.77 Í fjármálaáætlun Fjármála- og efna-
hagsráðuneytis 2019-2023 eru tilgreind markmið leik- og grunnskólastigs
um framboð af tilbúnum titlum til notkunar í skólum fyrir nemendur sem
nota táknmál. Árið 2023 átti Menntamálastofnun að hafa útbúið 49 titla í
samræmi við Aðalnámskrá, árið 2019 höfðu aðeins níu verið útbúnir og í lok
árs 2022 er staðan sú sama.78 Í fyrstu aðgerðaáætlun í Menntastefnu 2030
fyrir árin 2021-2024 er engin aðgerð tiltekin er varðar íslenskt táknmál.79
Engar breytingar voru gerðar á Menntastefnu 2030 eða aðgerðaáætlun þrátt
fyrir ábendingar starfshóps um gerð málstefnu fyrir ÍTM á fundi með alls-
herjar- og menntamálanefnd þann 8. mars 2021.80 Starfshópurinn gerði
nefndinni grein fyrir þeirri yfirsjón menntamálayfirvalda að ÍTM væri ekki
getið til jafns við íslensku eins og Lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks
táknmáls nr. 61/2011 gera ráð fyrir. Í nýlegum umfangsmiklum breytingum
þáverandi Mennta- og menningarmálaráðuneytis á köflum í Aðalnámskrá
grunnskóla þar sem fjallað er um íslensku sem annað mál, menningarfærni
og fjöltyngi í skólastarfi er hvergi minnst á táknmálsbörn þótt þeirra fyrsta
mál, íslenskt táknmál, sé eina hefðbundna minnihlutamálið á Íslandi.81
77 „Aðalnámskrá leikskóla“, Mennta- og menningarmálaráðuneytið 2011, sótt 28.
október 2022 af https://www.stjornarradid.is/media/menntamalaraduneyti-media/
media/forsidumyndir/lokadrog-leiksk_vefur.pdf.
78 „Tillaga til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2019-2023“, Fjármála-
og efnahagsráðuneytið 2018, bls. 313–314, sótt 23. nóvember 2022 af https://www.
stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/fj%C3%A1rm%C3%A1la%C3
%A1%C3%A6tlun%202019-23.pdf. Menntamálastofnun hefur gefið út níu titla á
ÍTM fyrir aðrar námsgreinar en ÍTM en á heimasíðu stofnunarinnar er að finna
tæplega 2.000 útgefna titla fyrir hinar ýmsu námsgreinar, flesta á íslensku. Sótt 18.
nóvember af: https://mms.is/namsefni?title=t%C3%A1knm%C3%A1l&level=-
All&category=All&type=924&year=All&sort_by=title&sort_order=ASC&view_
as=on og https://mms.is/namsefni?title=&level=All&category=All&type=All&ye-
ar=All&sort_by=title&sort_order=ASC&view_as=on.
79 „Menntastefna 2030. Fyrsta aðgerðaáætlun 2021-2024“, Mennta- og menningarmála-
ráðuneyti, 2021, sótt 2. nóvember af https://www.stjornarradid.is/library/01--
Frettatengt---myndir-og-skrar/MRn/Menntastefna_2030_fyrsta%20adger-
dar%c3%a1%c3%a6tlun.pdf.
80 „Fundargerð 48. fundar allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi“,
Alþingi, sótt 2. nóvember 2022 af https://www.althingi.is/thingnefndir/fastanefndir/
allsherjar--og-menntamalanefnd/fundargerdir/?faerslunr=11131.
81 „Breytingar á aðalnámskrá grunnskóla. Íslenska sem annað mál, menningarfærni og