Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 197
SIGuRðuR KRISTInSSOn
196
þeir framlagsgildi með því að vera hluti af þeirri heild sem myndar lifandi
og lífvænlegt lýðræðislegt samfélag, svo sem með menntun fagstétta, þekk-
ingarsköpun og alþjóðastarfi. Loks geta háskólar haft annars stigs innra gildi
sem birtingarmyndir lýðræðis að því marki sem lýðræði er iðkað í háskóla-
starfi og sem nauðsynleg forsenda lýðræðislegs þjóðskipulags. Háskólar hafa
því ekki einungis margvíslegt lýðræðislegt gildi heldur getur lýðræðið ekki
komist af án þeirra. Þessu verða háskólar að taka mið af í starfi sínu. Með
því að draga fram þá þætti háskólastarfs sem eru lýðræðinu mikilvægir, eins
og leitast er við í þessari grein, verða til forsendur í lýðræðisríki fyrir stefnu-
mótun í málefnum háskóla bæði af hálfu háskólanna sjálfra og samfélagsins
í heild.
Á G R I P
Samkvæmt nýlegri greiningu á opinberum stefnuskjölum um háskóla á Íslandi eru
hugmyndir um lýðræðislegt hlutverk þeirra óljósar og ómótaðar auk þess að falla í
skuggann af þrástefinu um gæði og samkeppnishæfni. Þetta er sérstakt áhyggjuefni
í ljósi þess að lög kveða á um að háskóli undirbúi nemendur til ábyrgrar þátttöku í
lýðræðissamfélagi. Í alþjóðlegri umræðu hefur áhugi á borgaralegu og lýðræðislegu
hlutverki háskóla aukist og helst umræða um lýðræðishlutverk háskóla í hendur við
sívaxandi ógnir við lýðræði í heiminum. Í stað þess að einblína á háskólann sem
uppsprettu efnahagslegra eða andlegra verðmæta velta æ fleiri því fyrir sér hvernig
háskólar myndi samfélagsleg verðmæti með skírskotun til siðferðilegra gilda. Það er
á ábyrgð íslenskra háskóla að rannsaka, ígrunda og efla samband sitt við lýðræði á
Íslandi.
Markmið rannsóknarinnar er að greina í hverju lýðræðislegt gildi háskóla liggur.
Þótt hugtökin háskóli og lýðræði séu margræð er þess freistað að greina þá þætti
í háskólastarfi sem hafa gildi fyrir lýðræði óháð ólíkum túlkunum. Aðferðin felst í
flokkun á notagildi, táknrænu gildi, framlagsgildi og annars stigs innra gildi háskóla-
starfs frá sjónarhóli lýðræðis.
Helstu niðurstöður eru þessar: Lýðræðislegt notagildi háskólastarfs felst í þekk-
ingarsköpun, mótun lýðræðishæfni og lýðræðismenningar og skuldbindingu við
sannleikann. Táknrænt lýðræðisgildi háskóla felst í hefðum jafningjastjórnunar, aka-
demísku frelsi, tjáningarfrelsi og umburðarlyndi. Háskólar hafa lýðræðislegt fram-
lagsgildi með því að vera hluti lýðræðislegs þjóðskipulags, svo sem með menntun
embættismanna, sérfræðinga og fagstétta, þekkingarsköpun og alþjóðastarfi. Há-