Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 105

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Page 105
RAnnVEIG SVERRISDóTTIR OG KRISTÍn LEnA ÞORVALDSDóTTIR 104 skeiði að fá nægt ílag og að sjá málið í víðtæku samhengi, á öllum sviðum samfélagsins. Málið þarf því að vera til í sem flestum umdæmum og ekki bara til að ræða um einfalda hluti og eiga í nauðsynlegustu samskiptum. Þetta skiptir líka máli fyrir lífvænleika máls því þegar notkun tungumáls fer að takmarkast við allra nánast umhverfi málnotanda er oft stutt í að það deyi út og annað tungumál taki yfir. Til að viðhalda tungumáli er því mikil- vægt að halda í sem flest umdæmi þess en tapa þeim ekki til annarra (stærri) mála.145 Til að sækja fram þarf að skapa fleiri umdæmi. ÍTM þarf að vera notað í fjölbreyttum umdæmum, ekki hvað síst í nærumhverfi barna en einnig í fræðasamfélaginu, í umræðu um stjórnmál, listir, menningu, erfiðar tilfinningar eða álitamál svo eitthvað sé nefnt, bæði til að auðga málumhverfi táknmálsbarna en einnig til að auka lífslíkur málsins. Fleiri umdæmi fela í sér aukningu á orðaforða málsins en líka aukna virðingu fyrir málinu og já- kvæð viðhorf til þess. Ekki síst þarf í þessu samhengi að horfa til þess að allt námsefni sé til á ÍTM og unnið sé að íðorðaforða helstu námsgreina, ekki bara fyrir kennslu í ÍTM sem námsgrein heldur þurfa börn að geta þróað orðaforða sinn og orðræðu í öllum námsgreinum á íslensku táknmáli, allt frá eðlisfræði og náttúrufræði yfir í íþróttir og listgreinar.146 Eins og staðan er í dag eru mörg umdæmi sem fjallað er um í námsbókum ekki aðgengileg á ÍTM og því verður til ákveðin þverstæða þegar útbúa á námsbækur á ÍTM innan þessara umdæma. Í aðgerðaáætlun MÍTM segir að öll opinber umræða þurfi að vera að- gengileg á ÍTM, hér er sérstaklega rætt um svið samfélags- og stjórnmála.147 Styðja þarf við útgáfu táknmálsefnis á vönduðu og skýru máli, ekki eingöngu námsefni heldur einnig menningarefni.148 Hér er bæði rætt um frumsamið efni og þýtt en þýðingar á milli íslensku og ÍTM geta fjölgað umdæmum ÍTM.149 Þó námsefni sé mikilvægt er menningarefni það ekki síður því menningarleg umgjörð er nauðsynleg um málið og má vísa hér til mikil- vægis varðveislu menningararfs. Í þessu samhengi er mikilvæg sú aðgerð sem segir að táknmálsfólk þurfi að hafa möguleika á að birta eigin sögur eða annað listrænt efni, þannig er málsamfélagið hvatt til að koma efninu sínu til skila við aðrar kynslóðir en um leið er málinu sýnd virðing og sýnileiki 145 Ari Páll Kristinsson, Málheimar, bls. 33. 146 D3. 147 D1. 148 D2. 149 D4.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.