Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2022, Blaðsíða 94
UM MÁLSTEFnU ÍSLEnSKS TÁKnMÁLS
93
Þar kemur fram að lagasetningin sjálf árið 201185 sé til marks um stöðu-
og viðhorfastýringu og að með skipun málnefndarinnar hafi verið lagður
grunnur að öllum tegundum málstýringar sem síðan hefur verið unnið eftir,
til hagsbóta fyrir ÍTM.86 Spolsky telur að þegar tungumál hlýtur lögbundna
stöðu sem opinbert mál þjóðar sé um málstýringu að ræða.87
Á vordögum 2021 var þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra,
Lilju D. Alfreðsdóttur, afhent MÍTM; Tilllaga til þingsályktunar um mál-
stefnu íslensks táknmáls auk aðgerðaáætlunar og skýrslu sem var afrakstur
vinnu starfshóps sem ráðherra skipaði árið 2020.88 Sú þingsályktunartillaga
hefur farið í gegnum samráðsgátt stjórnvalda en hefur ekki verið lögð fram
á Alþingi.89 Við skipun starfshóps var litið til þess að bæði málhafar og mál-
vísindafólk kæmi að gerð MÍTM enda skiptir þátttaka málhafa lykilmáli við
gerð málstefna fyrir táknmál.90 Þá ná málstefnuskjöl rituð af málvísindafólki
eingöngu sjaldnast tilætluðum árangri ef þau eru ekki í samræmi við mál-
stefnu samfélagsins, málstýring ber sjaldnast árangur ef hún tekur ekki mið
af málhegðun og viðhorfum.91 Í greinargerð með þingsályktunartillögunni
segir að MÍTM byggi á þeim skilgreiningum sem Ari Páll Kristinsson og
Bernard Spolsky setja fram um málstefnu.92 Þá segir einnig að: „Málstefna
nefndar um íslenskt táknmál og málsamfélags ÍTM“; Timothy Reagan, Language
Policy and Planning for Sign Languages.
85 Lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011.
86 Sjá bls. 5–6 um tegundir málstýringar.
87 Bernard Spolsky, „What is language policy“, bls. 5.
88 Við breytingu á Stjórnarráði Íslands árið 2022 fluttist íslenskt táknmál frá Mennta-
og menningarmálaráðuneyti yfir í Menningar- og viðskiptaráðuneyti. Sami ráðherra
fer þó fyrir málaflokknum.
89 „Tillaga til þingsályktunar um málstefnu íslensks táknmáls, mál nr. 90/2022“, Sam-
ráðsgátt, sótt 16. nóvember 2022 af https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/
Details/?id=3203. MÍTM var skilað til ráðherra sem einu skjali en var skipt upp í
tvö skjöl í samráðsgáttinni, annars vegar Tillögu til þingsályktunar um málstefnu ís-
lensks táknmáls og hins vegar Aðgerðaáætlun með málstefnu íslensks táknmáls. Þá hefur
skýrsla starfshópsins ekki verið birt á vegum ráðuneytisins. Hér eftir verður því vísað
til þingsályktunartillögunnar í samráðsgáttinni með blaðsíðutölum eingöngu en að-
gerðaáætlunarinnar í samráðsgáttinni með vísun í bókstafi og númer aðgerða.
90 Sbr. Ronice Müller de Quadros, „Language Policies and Sign Languages“ og Sher-
man E. Wilcox, Verena Krausneker og David F. Armstrong, „Language Policies and
the Deaf Community“.
91 Ari Páll Kristinsson, Málheimar, bls. 80; Ari Páll Kristinsson, „Rannsóknir á staf-
rænu málsambýli varpa nýju ljósi á meginþræði íslenskrar málstefnu“, Ritið 3/2021,
bls. 201–218, hér bls. 210, DOI: 10.33112/ritid.21.3.8.
92 Ari Páll Kristinsson, „Málræktarfræði“; Bernard Spolsky, Language Policy.